Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2024 - málefni landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2310134

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 12. fundur - 17.10.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2024. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2024. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.691 þús.kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2024 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Landbúnaðarnefnd - 13. fundur - 13.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024 vegna málefna sem landbúnaðarnefnd sér um í málaflokki 11 (minka- og refaveiði) og í málaflokki 13-atvinnumál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun fyrir árið 2024 og vísar henni til byggðarráðs.