Fara í efni

Flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar

Málsnúmer 2310163

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 13. fundur - 13.11.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2023 frá Bændasamtökum Íslands. Flokkun landbúnaðarlands er fremur skammt á veg komin hérlendis og ekki hefur gætt fulls samræmis í aðferðum og skilgreiningu á flokkum landbúnaðarlands. Leiðbeiningum sem fylgja erindinu er ætlað að nýtast sveitarfélögum við að flokka landbúnaðarland innan sinna marka með tilliti til ræktunarmöguleika matvæla, skógræktar og/eða fóðurs og stuðla að því að slík flokkun verði unnin með samræmdum hætti á landinu öllu þannig að niðurstaða verði sambærileg. Þannig gæti fengist yfirlit yfir hversu stór hluti landsins getur talist úrvals ræktunarland. Sé landbúnaðarland flokkað samkvæmt því sem hér er lagt til, ætti það að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku við aðalskipulagsgerð í samræmi við markmið jarðalaga.