Fara í efni

Múli (landnr. 203218) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2310248

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023

Kristján E Björnsson og Nanna V Westerlund, þinglýstir eigendur landeignarinnar Múli, landnúmer 203218, óska eftir heimild til að stofna 25.603 m² spildu úr landi Múla, sem "Múli 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72900100 útg. 26. sept. 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Landheiti útskiptrar spildu vísar í upprunaland með næsta lausa staðgreini sbr. reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga. Ekki er önnur landeign í sveitarfélaginu skráð með sama landheiti.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um vegtengingu og heimreið í landi Múla, L203218, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Ekkert ræktað land er á útskiptri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Múla, landnr. 203218.

Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.