Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. nóvember 2023 þar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 215/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (endurgreiðslur)". Frumvarpið felur í sér afmarkaðar breytingar á 15. gr. barnaverndarlaga í því skyni að skýra nánar þær reglur sem gilda um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna barnaverndarþjónustu sem er veitt samkvæmt lögunum til barna sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi eða barna sem eru án forsjáraðila sinna og hafa hlotið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi.
Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.
Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.