Sólskinsmælingar í Skagafirði
Málsnúmer 2311019
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 70. fundur - 15.11.2023
Málið áður á dagskrá 69. fundar byggðarráðs þann 8. nóvember 2023. Magnús Jónsson veðurfræðingur óskar eftir styrk vegna kaupa og uppsetningu á sólskinsmæli sem áformað er að setja upp í Skagafirði. Rekstur tækjanna yrði í umsjá Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru sólskinsstundamælingar einungis gerðar á fjórum stöðum á landinu í dag, í Reykjavík, á Akureyri, við Mývatn og á Höfn í Hornafirði. Þeir mælar voru kostaðir og eru reknir af Veðurstofu Íslands. Áform um frekari mælingar hafa verið reifaðar en ekki komist til framkvæmda vegna takmarkaðra fjárráða Veðurstofunnar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja kaupin að upphæð kr. 300 þúsund gegn mótframlagi annarra aðila sem tilgreindir eru í styrkumsókn. Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru sólskinsstundamælingar einungis gerðar á fjórum stöðum á landinu í dag, í Reykjavík, á Akureyri, við Mývatn og á Höfn í Hornafirði. Þeir mælar voru kostaðir og eru reknir af Veðurstofu Íslands. Áform um frekari mælingar hafa verið reifaðar en ekki komist til framkvæmda vegna takmarkaðra fjárráða Veðurstofunnar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja kaupin að upphæð kr. 300 þúsund gegn mótframlagi annarra aðila sem tilgreindir eru í styrkumsókn. Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna varðandi málið.