Samráð; Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
Málsnúmer 2311055
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 18. fundur - 16.11.2023
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2023 þar sem Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2023, "Áform um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk". Til skoðunar er að bæta úr ýmsum atriðum laganna í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra. Meðal þess sem kemur til skoðunar er að skýra ákvæði um hlutverk og heimildir persónulegra talsmanna. Þá er talin þörf á að skoða ákvæði V. kafla laganna um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, m.t.t. þess hvernig betur megi tryggja réttarvernd þeirra einstaklinga sem þar eiga í hlut. Umsagnarfrestur var til og með 15. nóvember 2023.