Fara í efni

Styrkbeiðni Sönghóps félags eldri borgara í Skagafirði

Málsnúmer 2311096

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 18. fundur - 16.11.2023

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði sækir um styrk til starfsemi sinnar sem áður kom árlega frá Akrahreppi. Mikill kostnaður er vegna ráðningu söngstjóra og vegna rútukostnaðar þegar farið er í söngferðir utan héraðs.
Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.11.2023

Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 16. nóvember 2023 þar sem afgreiðslu var frestað. Nefndin samþykkir erindið og felur starfsfólki að gera viðauka við samning við Félag eldri borgara í Skagafirði til að mæta kostnaði við sönghóp félags eldri borgara sem og vegna félagsstarfs eldri borgara á Löngumýri.