Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2311158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 72. fundur - 22.11.2023

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.

Byggðarráð Skagafjarðar - 73. fundur - 29.11.2023

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl.
Eins og birtingarmynd nýs líkans er í dag virðast millistór, fjölkjarna og landmikil sveitarfélög ekki fá hærri framlög en í eldra kerfi sem vekur nokkra undrun. Þá gerir nýtt líkan ekki ráð fyrir að hagkvæmni stærri sveitarfélaga með íbúafjölda 20-40 þúsund íbúa sé mikið meiri en millistóru, fjölkjarna, landmiklu sveitarfélaganna. Það vekur jafnframt furðu.
Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags / til sveitarfélaga með borgarvægi, vill byggðarráð Skagafjarðar minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til. Rökstyðja þarf betur hverjar þær sérstöku aðstæður eru hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ sem kalla á sérstakt framlag umfram það sem ætti að veita til annarra sveitarfélaga vítt og breytt um landið. Einnig kallar álagsprósentan á sérstakan rökstuðning.