Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2311202, Nýting forkaupsréttar, á dagskrá með afbrigðum.
1.Framkvæmdir og viðhald 2024
Málsnúmer 2311167Vakta málsnúmer
Fjallað um mögulegar nýframkvæmdir 2024. Undir þessum dagskrárlið komu til fundarins Ingvar Páll Ingvarsson og Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði.
2.Gjaldskrá gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld 2024
Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer
Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2024. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár
Málsnúmer 2310042Vakta málsnúmer
Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár sem samþykkt var á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Kauptaxti veiðimanna
Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer
Lögð fram gjaldskrá vegna kauptaxta veiðimanna refa og minka en gjaldskráin var samþykkt á 13. fundi landbúnaðarnefndar 13. nóvember 2023 og vísað þaðan til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
5.Nýting forkaupsréttar
Málsnúmer 2311202Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Friðbirni Ásbjörnssyni framkvæmdastjóra FISK Seafood ehf., dags. 22. nóvember 2023, þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðinn forkaupsréttur að Lundey SK-4.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.
6.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Málsnúmer 2311158Vakta málsnúmer
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 30. nóvember nk.
7.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um skatta og gjöld
Málsnúmer 2311166Vakta málsnúmer
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál, frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
8.Samráð; Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Málsnúmer 2311081Vakta málsnúmer
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 230/2023, "Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að til umfjöllunar sé á Alþingi þingsályktun sem fjallar um þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Um afar mikilvægt mál er að ræða.
Ekki er síður brýnt áður en Alþingi lýkur umfjöllun sinni um þingsályktunartillöguna að tryggt sé að málið sé allt unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin í landinu sem bera eins og málum er skipað í dag ríka ábyrgð í þjónustu við fatlað fólk. Málefni fatlaðs fólks voru flutt frá ríki til sveitarfélaga 2011. Þá var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands 2016 en fullgilding hans kallaði m.a. á breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október 2018 og leystu af hólmi eldri lög frá 1992.
Í dag liggur fyrir að veruleg vanfjármögnun er af hálfu ríkisins þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk og er um fleiri milljarða króna að ræða á ári hverju. Í sveitarstjórnarlögum er lögð sú skylda á ríkið að kostnaðarmeta þau verkefni sem sveitarfélögum er falið að sinna með lögum enda megi ætla að um fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin verði að ræða. Þjónustan innan þessa mikilvæga málaflokks er stórlega vanfjármögnuð af hálfu ríksins og hefur slæm áhrif á sjálfbærni sveitarfélaganna í rekstri. Ljóst er að lítill ávinningur er af því fyrir ríkið og samfélagið í heild að sveitarfélög reki verkefni með halla eða taki að sér verkefni sem ekki eru fjármögnuð.
Í þingsályktunartillögunni er að finna fjölmargar aðgerðir og verkefni sem að óbreyttu verða unnin af hálfu sveitarfélaganna í landinu. Fram kemur í tillögunni að stefnt sé að því að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili og til undirbúnings því hafi verið skipaður vinnuhópur fulltrúa fjölmargra ráðuneyta og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Athygli vekur að enginn fulltrúi er tilgreindur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni á þeirri tilhögun og ítrekar nauðsyn náins samráðs allra hlutaðeigandi aðila og að fjármögnun allra aðgerða sem innleiða á séu kostnaðarmetnar og tryggðar að fullu. Það liggur ekki fyrir í þessu máli.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að til umfjöllunar sé á Alþingi þingsályktun sem fjallar um þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Um afar mikilvægt mál er að ræða.
Ekki er síður brýnt áður en Alþingi lýkur umfjöllun sinni um þingsályktunartillöguna að tryggt sé að málið sé allt unnið í nánu samstarfi við sveitarfélögin í landinu sem bera eins og málum er skipað í dag ríka ábyrgð í þjónustu við fatlað fólk. Málefni fatlaðs fólks voru flutt frá ríki til sveitarfélaga 2011. Þá var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands 2016 en fullgilding hans kallaði m.a. á breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október 2018 og leystu af hólmi eldri lög frá 1992.
Í dag liggur fyrir að veruleg vanfjármögnun er af hálfu ríkisins þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk og er um fleiri milljarða króna að ræða á ári hverju. Í sveitarstjórnarlögum er lögð sú skylda á ríkið að kostnaðarmeta þau verkefni sem sveitarfélögum er falið að sinna með lögum enda megi ætla að um fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin verði að ræða. Þjónustan innan þessa mikilvæga málaflokks er stórlega vanfjármögnuð af hálfu ríksins og hefur slæm áhrif á sjálfbærni sveitarfélaganna í rekstri. Ljóst er að lítill ávinningur er af því fyrir ríkið og samfélagið í heild að sveitarfélög reki verkefni með halla eða taki að sér verkefni sem ekki eru fjármögnuð.
Í þingsályktunartillögunni er að finna fjölmargar aðgerðir og verkefni sem að óbreyttu verða unnin af hálfu sveitarfélaganna í landinu. Fram kemur í tillögunni að stefnt sé að því að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili og til undirbúnings því hafi verið skipaður vinnuhópur fulltrúa fjölmargra ráðuneyta og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Athygli vekur að enginn fulltrúi er tilgreindur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir undrun sinni á þeirri tilhögun og ítrekar nauðsyn náins samráðs allra hlutaðeigandi aðila og að fjármögnun allra aðgerða sem innleiða á séu kostnaðarmetnar og tryggðar að fullu. Það liggur ekki fyrir í þessu máli.
9.Ábendingar 2023
Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuð og viðbrögð við þeim.
10.Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur
Málsnúmer 2311164Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. nóvember 2023, þar sem upplýst er um vinnu sem unnin hefur verið af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stöðunnar sem upp er komin í Grindavík.
11.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku á breytingum á fyrirkomulagi leikskóla
Málsnúmer 2311109Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar póstur frá Jafnréttisstofu, dags. 10. nóvember 2023, þar sem vakin er athygli á mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Fundi slitið - kl. 17:15.