Fara í efni

Lýtingsstaðir (L146202) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2312008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Sveinn Guðmundsson þinglýstur eigandi Lýtingsstaða, landnúmer 146202 óskar eftir heimild til að stofna 240 m² byggingarreit á jörðinni eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72076000 útg. 29.11.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Um er að ræða byggingarreit fyrir gestamóttöku/afgreiðslu og sýningu að hámarki 50 m² að stærð.

Á Lýtingsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta frá árinu 2000. Megin starfssemi í rekstrinum er hestaleiga og móttaka gesta þar sem íslenskur menningararfur; „Íslenski hesturinn, Íslenski fjárhundurinn og íslensk torfhús“, er kynntur og honum miðlaður. Á nærliggjandi lóð (Lýtingsstaðir lóð 1, lnr. 219794) er boðið upp á gistingu í þremur gestahúsum.

Auk þinglýsts eigenda er umsóknin undirrituð af eiginkonu Sveins, Evelyn Ýr Kuhne en ferðaþjónustan er rekin á hennar kennitölu og er hún meðeigandi lóða sem liggja sunnan við byggingarreitinn sem nú er sótt um. Sonur hjónanna Júlíus Guðni Kuhne Sveinsson, skrifar einnig undir erindið.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.