Fara í efni

Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2312010

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði fyrirtæksins við Norðurbrún í Varmahlíð. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Málið áður á dagskrá 40. fundi skipulagsnefndar þann 14.12.2023.

Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar frá 8. febr. sl til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: Málið áður á dagskrá 40. fundi skipulagsnefndar þann 14.12.2023.
Atli Gunnar Arnórsson, fyrir hönd Skagafjarðarveitna, óska eftir heimild skipulagsnefndar Skagafjarðar fyrir eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði Skagafjarðarveitna við Norðurbrún í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

1. Stofna lóðina Norðurbrún 9b.
2. Stofna byggingarreit vegna stækkunar borholuhúss VH-03 á lóðinni Norðurbrún 9b.
3. Endurnýja og stækka gasskiljutank fyrir heitt vatn á lóðinni.
4. Skrá eftirtalin mannvirki á lóðina Norðurbrún 9b:
a. Dæluhús VH-03, F2248700, 09-0101. Húsið er í dag skráð á óútvísað land í Varmahlíð, L146128.
b. Gasskilja, F2140848, 08-0101. Tankurinn er í dag skráður á óútvísað land í Varmahlíð, L146128. Nýr gasskiljutankur skv. uppdrætti A-101.
c. Borholuhús VH-03, með viðbyggingu skv. uppdrætti A-102. Húsið er að líkindum óskráð í dag.
5. Leggja nýja hitaveitulögn úr foreinangruðu stáli, DN125 í plastkápu ø225, frá gasskilju og niður fyrir Sauðárkróksbraut, þar mun hún tengjast inn á núverandi lögn sem þjónar Akrahreppi hinum forna og bæjum í Vallhólma. Lögnin mun auka flutningsgetu kerfisins, en hún kemur í stað lagnar með minna þvermál. Sú lögn verður nýtt sem útskolunar- og yfirfallslögn frá gasskiljunni við Norðurbrún, og verður hún framlengd að gröfnum skurði neðan við Sauðárkróksbraut. Nánari grein fyrir þessum áformum er gerð á uppdrætti nr. S-102. Vestasti hluti hinnar nýju hitaveitulagnar var lagður sumarið 2023, samhliða gatnaframkvæmdum við Norðurbrún og Laugaveg. Lagnaleið er skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Allar byggingar á lóðinni Norðurbrún 9b verða innan afmörkunar iðnaðarsvæðis I-502.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt og leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt, með níu atkvæðum, og að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna 5. liðs erindinsins hér fyrir ofan er varðar stofnlögn nýrrar hitaveitulagnar.