Fara í efni

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2312141

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 77. fundur - 20.12.2023

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, auk framlags vegna rekstrarúttektar HLH ráðgjafar. Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hækkunar útsvarstekna, hækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði og hækkun tekna vegna fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá eru framkvæmdir sem ekki var unnt að ráðast í á árinu 2023 lækkaðar sem þeim nemur og fjármagn flutt yfir á aðrar framkvæmdir eða handbært fé. Að lokum er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við nýtt urðunarhólf hlutdeildarfélagsins Norðurár bs. í Stekkjarvík og hækkana á lánum félagsins og lækkun handbærs fjár þess af sömu sökum. Hlutdeild Skagafjarðar í Norðurá bs. er 69,8%.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu, lækkunar handbærs fjár hjá Norðurá bs. og lántöku hjá Norðurá bs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 77. fundi byggðarráðs frá 20. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, auk framlags vegna rekstrarúttektar HLH ráðgjafar. Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hækkunar útsvarstekna, hækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði og hækkun tekna vegna fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá eru framkvæmdir sem ekki var unnt að ráðast í á árinu 2023 lækkaðar sem þeim nemur og fjármagn flutt yfir á aðrar framkvæmdir eða handbært fé. Að lokum er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við nýtt urðunarhólf hlutdeildarfélagsins Norðurár bs. í Stekkjarvík og hækkana á lánum félagsins og lækkun handbærs fjár þess af sömu sökum. Hlutdeild Skagafjarðar í Norðurá bs. er 69,8%.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu, lækkunar handbærs fjár hjá Norðurá bs. og lántöku hjá Norðurá bs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.