Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

77. fundur 20. desember 2023 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2310244, Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

1.Ósk um fund

Málsnúmer 2311258Vakta málsnúmer

Til fundarins komu fulltrúar frá knattspyrnudeild Tindastóls og meistaraflokkum deildarinnar, þau Adam Smári Hermannsson og María Jóhannesdóttir, til að ræða um málefni sem snerta starfsemi deildarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fá frístundastjóra inn á næsta fund ráðsins til að ræða um mögulegar lausnir á ýmsu sem varðar málefni deildarinnar.

2.Umsókn um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum

Málsnúmer 2311071Vakta málsnúmer

Til fundarins kom Ólöf Ýrr Atladóttir og í gegnum Teams var Arnar Þór Árnason, eigendur Sótahnjúks ehf. en félagið sótti um rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum í Fljótum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna drög að nýjum samningi við Sótahnjúk ehf. og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

3.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2312141Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars aukin framlög til rekstrar vegna kjarasamningsbundinna launahækkana, auk framlags vegna rekstrarúttektar HLH ráðgjafar. Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hækkunar útsvarstekna, hækkun framlaga frá Jöfnunarsjóði og hækkun tekna vegna fasteignaskatts og lóðarleigu. Þá eru framkvæmdir sem ekki var unnt að ráðast í á árinu 2023 lækkaðar sem þeim nemur og fjármagn flutt yfir á aðrar framkvæmdir eða handbært fé. Að lokum er gert ráð fyrir breytingum á fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við nýtt urðunarhólf hlutdeildarfélagsins Norðurár bs. í Stekkjarvík og hækkana á lánum félagsins og lækkun handbærs fjár þess af sömu sökum. Hlutdeild Skagafjarðar í Norðurá bs. er 69,8%.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu, lækkunar handbærs fjár hjá Norðurá bs. og lántöku hjá Norðurá bs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 2312142Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk dagsett 15. desember 2022. Hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga um 0,23% vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur inn í málaflokkinn á landsvísu um 6 ma.kr. á næsta ári.
Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til.

5.Útsvarshlutfall í Skagafirði 2024

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir byggðarráð Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Málsnúmer 2310244Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 14. desember 2023, þar sem fram kemur að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óskað eftir því að samtökin taki að sér að samræma sjónarmið sveitarfélaga til samningsdraga vegna stækkunar verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum samningsdrögum enda um löngu tímabæra framkvæmd að ræða þar sem í mikið óefni er komið í verknámi skólans vegna plássleysis. Byggðarráð minnir á að stækkunin er í raun framkvæmd sem slegið var á frest árið 2008 þegar verknámsaðstaða skólans var aðeins stækkuð um u.þ.b. þriðjung þess sem fyrirhuguð stækkun átti að vera.
Byggðarráð undrast þá miklu óvissu sem ennþá er í kostnaðaráætlun um viðbyggingu verknámshúss FNV sé litið til samningsdraga og hvetur Framkvæmdasýsluna til að vinna nákvæmari áætlun, bæði m.t.t. kostnaðar og einnig tímaramma framkvæmda. Byggðarráð samþykkir engu að síður þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga áður en undirritaður verður samningur þar að lútandi.

7.Persónuverndarþjónusta Dattaca Labs - kynning

Málsnúmer 2312115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 13.12. 2023, frá Dattaca Labs, þar sem kynnt er persónuverndarþjónusta fyrirtækisins.

Fundi slitið - kl. 16:00.