Endurnýjun girðingar við Mælifellskirkjugarð
Málsnúmer 2312187
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 83. fundur - 07.02.2024
Undir þessum dagskrárlið er komu fulltrúar frá sóknarnefnd Mælifellskirkju, þau Helga Rós Indriðadóttir og Sigurður Jóhannsson.
Málið var áður tekið fyrir á 78. fundi byggðarráðs þar sem minnt var á gildandi viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015 en um leið óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá sóknarnefnd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram og afla frekari upplýsinga.
Málið var áður tekið fyrir á 78. fundi byggðarráðs þar sem minnt var á gildandi viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015 en um leið óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá sóknarnefnd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna málið áfram og afla frekari upplýsinga.
Samkvæmt gildandi viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. júlí 2015, ber kirkjugarðsstjórn að afhenda sveitarfélagi kostnaðaráætlun eigi síðar en í byrjun október árið áður en framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Í þeirri kostnaðaráætlun, skv. 6. grein viðmiðunarreglnanna, ber m.a. að tilgreina fyrirhugaðar framkvæmdir og verk, veita upplýsingar um magntölur og áætluð einingarverð, svo og hvernig kostnaður skiptist á milli sveitarfélags og kirkjugarðs. Einnig þarf að liggja fyrir skv. 8. grein hverjir samningar eru um efniskaup sem óskað er að ráðist sé í.
Byggðarráð telur að þessar upplýsingar liggi ekki fyrir og frestar afgreiðslu málsins. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að kalla eftir ítarlegri upplýsingum skv. gildandi viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.