Ársreikningur 2023
Málsnúmer 2401083
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 26. fundur - 10.04.2024
Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2023.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þar af A-hluti 6.879 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.872 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 703 m.kr. Handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Einar E Einarsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.
Ársreikningur 2023 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þar af A-hluti 6.879 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.872 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 703 m.kr. Handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Einar E Einarsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tóku til máls.
Ársreikningur 2023 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þ.a. A-hluta 6.879 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 m.kr.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.872 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.262 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2023 eru 703 m.kr., handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2023 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2023 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 50 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2023 voru tekin ný langtímalán að upphæð 620 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 703 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því annað árið í röð og nú úr 119% í 114%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig annað árið í röð og er nú komið í 87% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%.
Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn á samstæðunni í heild úr 7 árum í 5 ár sem er mjög jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána.
Vegna hárrar verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 30 m.kr hærri en áætlað var og hafa því miður í heild hækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum vegna verðbólgu og hárra vaxta í landinu, þrátt fyrir meiri uppgreiðslu lána en töku nýrra langtímalána. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 339 m.kr. sem er 248 m.kr. umfram það sem áætlað var af sérfræðingum í útreikningi á þeim. Megin ástæðan eru kjarasamnings varin réttindi þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sjóðinn eiga og hækkaður lífaldur fólks. Það erfiða fyrir reksturinn er hins vegar mikill ófyrirsjáanleiki í niðurstöðum þessara talna ár hvert. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks enn verulega neikvæður eða um 119 milljónir þrátt fyrir auknar greiðslur frá ríkinu, en þær viðbótar greiðslur duga ekki til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna í heild þá var það 13,7% á árinu eða 1.226 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan og jafnframt hæsta hlutfall í sögunni á rekstri sveitarfélagsins, en veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku.
Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2023 í varanlegum rekstrarfjármunum þá voru þær í heild 1.099 m.kr. sem er hækkun um 132 m.kr frá árinu á undan. Af þeim fjárfestingum sem tilheyra A-hluta eru framkvæmdir við gatnakerfið stærstar eða 160 m.kr. Síðan koma framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks, 155 m.kr, endurbætur á Bifröst 75 m.kr og endurbætur við Grunnskólann austan vatna 63 m.kr Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 408 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við sorpurðunarsvæði Norðurá bs upp á 170 m.kr. en þar er um samrekstrareiningu að ræða, hafnarframkvæmdir upp á 102 m.kr. og hitaveituframkvæmdir upp á 98 m.kr.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins sé góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða ennþá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn ennþá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar. Eitt skrefið í þeirri vinnu fyrir komandi ár er að setja sveitarfélaginu skýrari rekstrarmarkmið og leggja ennþá meiri vinnu í fjárhagsáætlun en gert hefur verið með breyttu vinnulagi en nú er gert ráð fyrir að vinna við fjárhagsáætlun 2025 byrji í lok maí eða byrjun júní 2024.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Enn og aftur er niðurstaða á A-hluta sveitarfélagsins í halla eða sem nemur 128 milljóna króna. Skuldir við lánastofnanir jukust um rúmar 360 milljónir á árinu í formi aukinna lánatöku og skuldir hækka þó af þeim sé borgað, þar af leiðandi leggjast verðbætur í þessu umhverfi mjög þungt á sveitarsjóð sem numu 492 milljónir á árinu 2023 og við sjáum að skuldir eru að hækka og hækka. Aukin skuldasöfnun dregur úr getu sveitarfélagsins til að veita ódýra og góða þjónustu til framtíðar.
Mikilvægt er að greina A-hluta sveitarfélagsins frá samstæðunni í heild þar sem í B-hluta koma hlutdeildarfélög inn í reikningsskil samstæðu sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins og þar af leiðandi skekkja raunstöðu fjárhag sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalistans telja að opið bókhald þar sem öllum gefst möguleiki á að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, okkur þætti tilvalið að byrja að vinna að þessu samhliða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár sem mun vonandi hefjast á næstu vikum. Þar sem ætlunin er að rýna rekstur sveitarfélagsins og gera betri og vandari áætlanir, það er okkar trú að opið bókhald veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka sveitarstjóra og starfsfólki fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2023. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er ánægjulegt að sjá árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins en vel þarf að halda á spöðunum miðað við þau plön sem eru uppi um framkvæmdir sem og nauðsynlegt viðhald. Bindum við vonir við að enn betri árangur náist með breyttu vinnulagi við fjárhagsáætlanagerð þar sem allir koma að borðinu tímanlega. Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháðra.
Þá kvöddu sér hljóðs; Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 8.950 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 7.462 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.843 m.kr., þ.a. A-hluta 6.879 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 1.107 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 582 m.kr. Afskriftir eru samtals 321 m.kr., þar af 176 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 670 m.kr., þ.a. eru 534 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 m.kr.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 14.539 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 11.135 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2023 samtals 10.196 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.872 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.439 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 630 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 4.343 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 29,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.262 m.kr. og eiginfjárhlutfall 20,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.937 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.226 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 752 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.163 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2023, 962 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.099 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2023 eru 703 m.kr., handbært fé nam 459 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 620 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2023, 113,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2023 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta á árinu 2023 er jákvæð um 123 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 128 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2023 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 50 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2023 voru tekin ný langtímalán að upphæð 620 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 703 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því annað árið í röð og nú úr 119% í 114%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig annað árið í röð og er nú komið í 87% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%.
Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn á samstæðunni í heild úr 7 árum í 5 ár sem er mjög jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána.
Vegna hárrar verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 30 m.kr hærri en áætlað var og hafa því miður í heild hækkað umtalsvert á síðustu tveimur árum vegna verðbólgu og hárra vaxta í landinu, þrátt fyrir meiri uppgreiðslu lána en töku nýrra langtímalána. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 339 m.kr. sem er 248 m.kr. umfram það sem áætlað var af sérfræðingum í útreikningi á þeim. Megin ástæðan eru kjarasamnings varin réttindi þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sjóðinn eiga og hækkaður lífaldur fólks. Það erfiða fyrir reksturinn er hins vegar mikill ófyrirsjáanleiki í niðurstöðum þessara talna ár hvert. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks enn verulega neikvæður eða um 119 milljónir þrátt fyrir auknar greiðslur frá ríkinu, en þær viðbótar greiðslur duga ekki til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri fyrir samstæðuna í heild þá var það 13,7% á árinu eða 1.226 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan og jafnframt hæsta hlutfall í sögunni á rekstri sveitarfélagsins, en veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku.
Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2023 í varanlegum rekstrarfjármunum þá voru þær í heild 1.099 m.kr. sem er hækkun um 132 m.kr frá árinu á undan. Af þeim fjárfestingum sem tilheyra A-hluta eru framkvæmdir við gatnakerfið stærstar eða 160 m.kr. Síðan koma framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks, 155 m.kr, endurbætur á Bifröst 75 m.kr og endurbætur við Grunnskólann austan vatna 63 m.kr Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 408 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við sorpurðunarsvæði Norðurá bs upp á 170 m.kr. en þar er um samrekstrareiningu að ræða, hafnarframkvæmdir upp á 102 m.kr. og hitaveituframkvæmdir upp á 98 m.kr.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins sé góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða ennþá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn ennþá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar. Eitt skrefið í þeirri vinnu fyrir komandi ár er að setja sveitarfélaginu skýrari rekstrarmarkmið og leggja ennþá meiri vinnu í fjárhagsáætlun en gert hefur verið með breyttu vinnulagi en nú er gert ráð fyrir að vinna við fjárhagsáætlun 2025 byrji í lok maí eða byrjun júní 2024.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Enn og aftur er niðurstaða á A-hluta sveitarfélagsins í halla eða sem nemur 128 milljóna króna. Skuldir við lánastofnanir jukust um rúmar 360 milljónir á árinu í formi aukinna lánatöku og skuldir hækka þó af þeim sé borgað, þar af leiðandi leggjast verðbætur í þessu umhverfi mjög þungt á sveitarsjóð sem numu 492 milljónir á árinu 2023 og við sjáum að skuldir eru að hækka og hækka. Aukin skuldasöfnun dregur úr getu sveitarfélagsins til að veita ódýra og góða þjónustu til framtíðar.
Mikilvægt er að greina A-hluta sveitarfélagsins frá samstæðunni í heild þar sem í B-hluta koma hlutdeildarfélög inn í reikningsskil samstæðu sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins og þar af leiðandi skekkja raunstöðu fjárhag sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalistans telja að opið bókhald þar sem öllum gefst möguleiki á að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, okkur þætti tilvalið að byrja að vinna að þessu samhliða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár sem mun vonandi hefjast á næstu vikum. Þar sem ætlunin er að rýna rekstur sveitarfélagsins og gera betri og vandari áætlanir, það er okkar trú að opið bókhald veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka sveitarstjóra og starfsfólki fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2023. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er ánægjulegt að sjá árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins en vel þarf að halda á spöðunum miðað við þau plön sem eru uppi um framkvæmdir sem og nauðsynlegt viðhald. Bindum við vonir við að enn betri árangur náist með breyttu vinnulagi við fjárhagsáætlanagerð þar sem allir koma að borðinu tímanlega. Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháðra.
Þá kvöddu sér hljóðs; Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2023 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu 8.950 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 7.462 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 123 millj. kr. en neikvæð í A-hluta um 128 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.333 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A-hluta nam 2.262 millj. kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.