Lagður fram tölvupóstur, dags. 14. janúar 2024, frá Þorláki Sigurbjörnssyni í Langhúsum í Fljótum þar sem hann óskar eftir samþykki landbúnaðarnefndar Skagafjarðar fyrir því að ristarhlið sem staðsett er á gatnamótum Siglufjarðarvegar (vegar nr. 76) og Flókadalsvegar Eystri (vegar nr. 7875) verði fjarlægt. Girðingar sitt hvorum megin við hliðið eru ekki fyrir hendi og ristahliðið sjálft hálffullt af möl. Ristahliðið þjónar því litlu hlutverki að sögn bréfritara en skapar frekar hættu og safnar í sig snjó að vetrum.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.
Landbúnaðarnefnd bendir á að ristahliðið er í eigu veghaldara sem er Vegagerðin og því rétt að beina erindinu þangað. Landbúnaðarnefnd tekur fram að hún er ekki andvíg því að hliðið verði fjarlægt.