Fara í efni

Sæluvikutónleikar - Árgangaball

Málsnúmer 2401208

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 20. fundur - 05.02.2024

Tekin fyrir styrkbeiðni, dagsett 17.01.2024, frá Karli Jónssyni vegna Árgangaballs sem fyrirhugað er í Sæluviku. Hugmyndin er að koma á fót dansleik í Sæluviku þar sem árgangar úr skólum væri hvattir til að hittast.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að aðstoða við að auglýsa viðburðinn í auglýsingum sveitarfélagsins sem tengjast Sæluviku. Nefndin vísar beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundarnefndar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21. fundur - 07.03.2024

Áður tekið fyrir á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. febrúar sl. þar sem nefndin vísaði beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundanefndar.

Lagður fram tölvupóstur frá Karli Jónssyni, fyrir hönd Herramanna, þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna dansleiks í Sæluviku. Nefndin fagnar framtakinu en hafnar beiðninni samhljóða með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Kostnaður þessi er fyrst og fremst aukinn launakostnaður vegna uppsetningar á sviði, lagningar hlífðarlags á gólf, skreytinga og ljósabúnaðar, þrifa, aukins eftirlits á meðan á leigu stendur o.fl. Vegna þessa hefur verið sett sértök gjaldskrá fyrir útleigu til ýmissa menningarviðburða/dansleikja. Gjaldskránni er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér.