Með aukinni mælavæðingu hefur náðst betur utanum raunnotkun hvers notanda. Með núverandi álestrarkerfi, einu sinni á ári, hefur komið í ljós að sumir eru að fá háa reikninga sem koma aftan að fólki. Til að ná betur utanum notkunina er skilvirkara að lesa oftar af þannig að hægt sé að bregðast við ef reikningar verða úr hófi fram. Vert er að benda á að árið 2028 verður skilt að selja heitt vatn og aðra orku samkvæmt raunnotkun. Áfram verður unnið ötulega að uppsetningu mæla og stefnt er að að allir notendur verði tengdir með mælum í lok árs 2025.
Skagafjarðarveitur stefna á að hefja mánaðarlegan álestur allra mæla frá og með 1. september 2024.
Veitunefnd samþykkir áformin fyrir sína hönd og felur verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að vinna málið áfram.
Skagafjarðarveitur stefna á að hefja mánaðarlegan álestur allra mæla frá og með 1. september 2024.
Veitunefnd samþykkir áformin fyrir sína hönd og felur verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að vinna málið áfram.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.