Veitunefnd
Dagskrá
1.Útboð borholu BM-14 í Borgarmýri.
Málsnúmer 2401340Vakta málsnúmer
2.Skagafjarðarveitur - mánaðarlegur aflestur mæla.
Málsnúmer 2401339Vakta málsnúmer
Með aukinni mælavæðingu hefur náðst betur utanum raunnotkun hvers notanda. Með núverandi álestrarkerfi, einu sinni á ári, hefur komið í ljós að sumir eru að fá háa reikninga sem koma aftan að fólki. Til að ná betur utanum notkunina er skilvirkara að lesa oftar af þannig að hægt sé að bregðast við ef reikningar verða úr hófi fram. Vert er að benda á að árið 2028 verður skilt að selja heitt vatn og aðra orku samkvæmt raunnotkun. Áfram verður unnið ötulega að uppsetningu mæla og stefnt er að að allir notendur verði tengdir með mælum í lok árs 2025.
Skagafjarðarveitur stefna á að hefja mánaðarlegan álestur allra mæla frá og með 1. september 2024.
Veitunefnd samþykkir áformin fyrir sína hönd og felur verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að vinna málið áfram.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
Skagafjarðarveitur stefna á að hefja mánaðarlegan álestur allra mæla frá og með 1. september 2024.
Veitunefnd samþykkir áformin fyrir sína hönd og felur verkefnisstjóra Skagafjarðarveitna að vinna málið áfram.
Árni Egilsson skrifstofustjóri sat þennan lið.
3.Varmadælur á köldum svæðum
Málsnúmer 2311065Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
4.Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2401347Vakta málsnúmer
Á undaförnum árum hefur verið skortur á heitu vatni frá holu VH-12 í Reykjarhóli og stefndi Varmahlíðarveita í óefni. Borað var vestan Reykjarhóls holurnar VH-20 - VH-22, því miður með litlum árangri. Ákveðið var að skoða holu VH-03 sem er við Norðurbrún 9b í Varmahlíð, en talið var að holan væri hrunin saman og sennilega ónothæf. Við nánari skoðun kom í ljós að bilunin í holunni var ekki eins alvarleg og talið var. Gerðar voru rannsóknir á holunni sem leiddu í ljós að hægt væri að ná verulegu magni af um 90 °C heitu vatni og talið hagstætt að virkja holuna með því að setja niður djúpdælu. Þessi framkvæmd er forsenda þess að hægt verði að skipta um dælu í holu VH-12 sem er komin á tíma.
Veitunefnd óskar eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar afgreiði eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði við Norðurbrún 9b í Varmahlíð. Nefndin metur að þessi ráðstöfun sé mjög mikilvæg þannig að framkvæmdir getir hafist sem fyrst við virkjun holunnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja stöðugan rekstur veitunnar. Vísað er til afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.
Áheyrnarfulltrúi Byggðalistans leggur áherslu á að sveitarstjórn samþykki málið hið fyrsta vegna mikilvægis þess.
Veitunefnd samþykkir málið samhljóða.
Veitunefnd óskar eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar afgreiði eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði við Norðurbrún 9b í Varmahlíð. Nefndin metur að þessi ráðstöfun sé mjög mikilvæg þannig að framkvæmdir getir hafist sem fyrst við virkjun holunnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja stöðugan rekstur veitunnar. Vísað er til afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.
Áheyrnarfulltrúi Byggðalistans leggur áherslu á að sveitarstjórn samþykki málið hið fyrsta vegna mikilvægis þess.
Veitunefnd samþykkir málið samhljóða.
5.Sjóveita fyrir þróunarsetur við Borgarsíðu
Málsnúmer 2308031Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri Skagafjarðaveitna kynnir fyrir nefndinni stöðu mála vegna sjóveitu fyrir þróunarsetur við Borgarsíðu.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði.