Fara í efni

Útboð borholu BM-14 í Borgarmýri.

Málsnúmer 2401340

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 13. fundur - 05.02.2024

Farið var yfir verklýsingu fyrir vinnsluholu BM-14 sem til stendur að bora fyrir Skagafjarðarveitur í landi Sauðárkróks við Borgarmýri. Áætlað bordýpi er um 800m. Áætlað er að holan verði fóðrið niður í 200 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" borkrónu. Verklýsing og hönnun holunnar er unnin af Ísor ohf. í samstarfi við starfsmenn Skagafjarðarveitna. Verkið er tilbúið til útboðs.

Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 86. fundur - 28.02.2024

Erindinu vísað frá 13. fundi veitunefndar Skagafjarðar, 5.2. 2024 þannig bókað:
Farið var yfir verklýsingu fyrir vinnsluholu BM-14 sem til stendur að bora fyrir Skagafjarðarveitur í landi Sauðárkróks við Borgarmýri. Áætlað bordýpi er um 800m. Áætlað er að holan verði fóðrið niður í 200 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" borkrónu. Verklýsing og hönnun holunnar er unnin af Ísor ohf. í samstarfi við starfsmenn Skagafjarðarveitna. Verkið er tilbúið til útboðs.
Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Í drögum að skýrslu frá Ísor “Meira vatn við Áshildarholtsvatn? frá því í janúar 2024 stendur eftirfarandi:
“Hitamælingar í borholum og niðurstöður efnafræðinnar gefa vísbendingu um að hitastig sé heldur hærra á syðri hluta vinnslusvæðisins við Áshildarholtsvatn/Borgarmýrar. Vatn rennur enn úr laugum á svæðinu og upp úr gömlum grunnum holum og því virðist þrýstingur í jarðhitakerfinu lítið hafa breyst, en það á reyndar líka við norðurhluta svæðisins. Það er því áhugavert að bora nýja vinnsluholu á þeim hluta jarðhitasvæðisins. Jafnframt verður hola þar í allnokkurri fjarlægð frá núverandi vinnsluholum og hefði líklega minni áhrif á þær. Því er lagt til út frá öllu sem rakið er hér að ofan að bora holu nærri holu 6 (mynd 9). Ef það gengur ekki að bora á Sjávarborgarlandi þá ætti að bora vestan við holu 10.?
Hola 6 á mynd 9 stendur í Sjávarborgarlandi.
Það er afar sérstakt að ekki eigi að bíða eftir lokaskýrslu Ísor áður en ákvörðun um borholu er tekin, sérstaklega í ljósi þess að það eigi ekki að fara eftir þeirri sérfræðiráðgjöf sem Ísor veitir og bora holu á öðrum stað en er fyrsti kostur sérfræðinganna þar.
Óskað er eftir formlegum rökstuðningi fyrir því að ekki eigi að bora í landi Sjávarborgar eins og lagt er til í drögum umræddrar skýrslu Ísor og að málinu sé frestað þar til sá rökstuðningur liggur fyrir.
Einnig mælast VG og óháð til að hafin verði rannsóknarvinna við leit á heitu vatni fyrir stærsta þéttbýliskjarna Skagafjarðar á öðru svæði og öðru kerfi en því sem nýtt er nú, í ljósi aukinnar notkunar á heitu vatni með fjölgun fólks og fyrirtækja og í ljósi tilfallandi skorts á heitu vatni síðustu ár.
Einar E Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, fulltrúar meirihluta óska bókað:
Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið er eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið.
Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum meirihluta að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Veitunefnd - 14. fundur - 29.02.2024

Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni fyrir Sauðárkróksveitu er fyrirhuguð borun á nýrri vinnsluholu BM-14 í Borgarmýrum. Áætlað bordýpi er 700 - 800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" víðri borkrónu.

Sviðsstjóri veitusviðs og verkefnastjóri Skagafjarðarveitna kynna fyrir nefndarmönnum forsendur breyttrar staðsetningu borholu.

Úlfar Sveinsson fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Þessi staðsetning á borholu er ekki besti kostur samkvæmt skýrslu frá ÍSOR, "Meira vatn við Áshildarholtsvatn", sem lögð var fram á fundi Veitunefndar 5. febrúar 2024. Hann er á landi Sjávarborgar hjá holu 6. Ég tel að nú ætti að fresta útboði og hefja nú þegar viðræður við eigendur Sjávarborgar um nýjan samning um heitt vatn úr landi Sjávarborgar.

Guðlaugur Skúlason og Jóhannes H. Ríkharðsson ítreka bókun Byggðarráðs frá fundi þess 28.02.2024:
"Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið er eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið.
Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi."

Högni Elfar Gylfason fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Það er ljóst að nauðsynlegt er að fá meira vatn fyrir næsta vetur og því óskynsamlegt að fresta útboði. Viðræður við landeigendur Sjávarborgar um endurnýjun samnings um heitavatnsréttindi þurfa að eiga sér stað sem fyrst.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Bókun 86. fundar byggðarráðs 28. febrúar 2024
Erindinu vísað frá 13. fundi veitunefndar Skagafjarðar, 5.2. 2024 þannig bókað:
"Farið var yfir verklýsingu fyrir vinnsluholu BM-14 sem til stendur að bora fyrir Skagafjarðarveitur í landi Sauðárkróks við Borgarmýri. Áætlað bordýpi er um 800m. Áætlað er að holan verði fóðrið niður í 200 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" borkrónu. Verklýsing og hönnun holunnar er unnin af Ísor ohf. í samstarfi við starfsmenn Skagafjarðarveitna. Verkið er tilbúið til útboðs. Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði. Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum meirihluta að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Guðlaugur Skúlason tók til máls og lagði fram bókun:
Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað.
Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið.
Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi. Áfram þarf svo að vinna að endurnýjun á núgildandi samningi við landeigendur Sjávarborgar um þann hluta svæðisins sem tilheyrir Sjávarborg samhliða frekari rannsóknum á svæðinu í heild.


Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og ítreka bókun VG og óháðra svohljóðandi.
Í drögum að skýrslu frá Ísor, Meira vatn við Áshildarholtsvatn? frá því í janúar 2024 stendur eftirfarandi:
Hitamælingar í borholum og niðurstöður efnafræðinnar gefa vísbendingu um að hitastig sé heldur hærra á syðri hluta vinnslusvæðisins við Áshildarholtsvatn/Borgarmýrar. Vatn rennur enn úr laugum á svæðinu og upp úr gömlum grunnum holum og því virðist þrýstingur í jarðhitakerfinu lítið hafa breyst, en það á reyndar líka við norðurhluta svæðisins. Það er því áhugavert að bora nýja vinnsluholu á þeim hluta jarðhitasvæðisins. Jafnframt verður hola þar í allnokkurri fjarlægð frá núverandi vinnsluholum og hefði líklega minni áhrif á þær. Því er lagt til út frá öllu sem rakið er hér að ofan að bora holu nærri holu 6 (mynd 9). Ef það gengur ekki að bora á Sjávarborgarlandi þá ætti að bora vestan við holu 10.?
Hola 6 á mynd 9 stendur í Sjávarborgarlandi.
Það er afar sérstakt að ekki eigi að bíða eftir lokaskýrslu Ísor áður en ákvörðun um borholu er tekin, sérstaklega í ljósi þess að það eigi ekki að fara eftir þeirri sérfræðiráðgjöf sem Ísor veitir og bora holu á öðrum stað en er fyrsti kostur sérfræðinganna þar.
Óskað er eftir formlegum rökstuðningi fyrir því að ekki eigi að bora í landi Sjávarborgar eins og lagt er til í drögum umræddrar skýrslu Ísor og að málinu sé frestað þar til sá rökstuðningur liggur fyrir.
Einnig mælast VG og óháð til að hafin verði rannsóknarvinna við leit á heitu vatni fyrir stærsta þéttbýliskjarna Skagafjarðar á öðru svæði og öðru kerfi en því sem nýtt er nú, í ljósi aukinnar notkunar á heitu vatni með fjölgun fólks og fyrirtækja og í ljósi tilfallandi skorts á heitu vatni síðustu ár.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ.Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að þær sitji hjá.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Opnun tilboða á Stoð ehf. fyrir borun á holu BM-14 í Borgarmýrum, tilboð opnað á Stoð ehf. verkfæðistofu föstudaginn 12. apríl kl. 13:00. Eitt tilboð barst í verkefnið og var það yfir kostnaðaráætlun.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.