Fara í efni

Norðurbrún 9b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2401347

Vakta málsnúmer

Veitunefnd - 13. fundur - 05.02.2024

Á undaförnum árum hefur verið skortur á heitu vatni frá holu VH-12 í Reykjarhóli og stefndi Varmahlíðarveita í óefni. Borað var vestan Reykjarhóls holurnar VH-20 - VH-22, því miður með litlum árangri. Ákveðið var að skoða holu VH-03 sem er við Norðurbrún 9b í Varmahlíð, en talið var að holan væri hrunin saman og sennilega ónothæf. Við nánari skoðun kom í ljós að bilunin í holunni var ekki eins alvarleg og talið var. Gerðar voru rannsóknir á holunni sem leiddu í ljós að hægt væri að ná verulegu magni af um 90 °C heitu vatni og talið hagstætt að virkja holuna með því að setja niður djúpdælu. Þessi framkvæmd er forsenda þess að hægt verði að skipta um dælu í holu VH-12 sem er komin á tíma.

Veitunefnd óskar eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar afgreiði eftirfarandi ráðstöfunum varðandi athafnasvæði við Norðurbrún 9b í Varmahlíð. Nefndin metur að þessi ráðstöfun sé mjög mikilvæg þannig að framkvæmdir getir hafist sem fyrst við virkjun holunnar. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja stöðugan rekstur veitunnar. Vísað er til afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 og S-102 í verki nr. 1017-0001, dags. 27. nóvember 2023, og aðaluppdrátta nr. A-101 og A-102 í sama verki, dags. 28. nóvember 2023.

Áheyrnarfulltrúi Byggðalistans leggur áherslu á að sveitarstjórn samþykki málið hið fyrsta vegna mikilvægis þess.

Veitunefnd samþykkir málið samhljóða.