Veitunefnd - 14
Málsnúmer 2402026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024
Fundargerð 14. fundar veitunefndar frá 29. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 14 Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum boða til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks? Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög. Málþingið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 15. mars, kl. 08:30-11:30.
Nefndin hvetur alla sem sjá sér fært að mæta á málþingið. Einnig hvetur nefndin Sambandið til að senda málþingið út í streymi til að spara vinnutap og ferðakostnað. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 14 Vegna aukinnar kaldavatnsnotkunar fyrirtækja á Eyrinni er nauðsynlegt að stækka aðveituæðar. Lögð er fram tillaga að nýrri lagnaleið til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 14 Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni fyrir Sauðárkróksveitu er fyrirhuguð borun á nýrri vinnsluholu BM-14 í Borgarmýrum. Áætlað bordýpi er 700 - 800 m. Áætlað er að holan verði fóðruð niður í 200-250 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" víðri borkrónu.
Sviðsstjóri veitusviðs og verkefnastjóri Skagafjarðarveitna kynna fyrir nefndarmönnum forsendur breyttrar staðsetningu borholu.
Úlfar Sveinsson fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Þessi staðsetning á borholu er ekki besti kostur samkvæmt skýrslu frá ÍSOR, "Meira vatn við Áshildarholtsvatn", sem lögð var fram á fundi Veitunefndar 5. febrúar 2024. Hann er á landi Sjávarborgar hjá holu 6. Ég tel að nú ætti að fresta útboði og hefja nú þegar viðræður við eigendur Sjávarborgar um nýjan samning um heitt vatn úr landi Sjávarborgar.
Guðlaugur Skúlason og Jóhannes H. Ríkharðsson ítreka bókun Byggðarráðs frá fundi þess 28.02.2024:
"Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið er eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið.
Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi."
Högni Elfar Gylfason fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Það er ljóst að nauðsynlegt er að fá meira vatn fyrir næsta vetur og því óskynsamlegt að fresta útboði. Viðræður við landeigendur Sjávarborgar um endurnýjun samnings um heitavatnsréttindi þurfa að eiga sér stað sem fyrst.
Bókun fundar Fulltrúar Vinstri grænna ítreka bókun sína frá fundi veitunefndar: Þessi staðsetning á borholu er ekki besti kostur samkvæmt skýrslu frá ÍSOR, "Meira vatn við Áshildarholtsvatn", sem lögð var fram á fundi Veitunefndar 5. febrúar 2024. Hann er á landi Sjávarborgar hjá holu 6. Ég tel að nú ætti að fresta útboði og hefja nú þegar viðræður við eigendur Sjávarborgar um nýjan samning um heitt vatn úr landi Sjávarborgar.
Meirihlutinn ítrekar bókun byggðarráðs frá fundi þess 28.02.2024: "Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið er eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið. Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi."
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig bókun sína frá fundi veitunefndar: Það er ljóst að nauðsynlegt er að fá meira vatn fyrir næsta vetur og því óskynsamlegt að fresta útboði. Viðræður við landeigendur Sjávarborgar um endurnýjun samnings um heitavatnsréttindi þurfa að eiga sér stað sem fyrst.
Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 níu atkvæðum.