Fara í efni

Samráð; Gullhúðun EES-reglna

Málsnúmer 2402032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 84. fundur - 14.02.2024

Utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 27/2024, „Gullhúðun EES-reglna“. Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2024.

Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024

Utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 27/2024, "Gullhúðun EES-reglna". Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að skoða eigi hvernig vinna við innleiðingu reglna vegna t.d. EES-samningsins fari fram hér á landi. Það getur verið flókið að fara djúpt í einstök dæmi en nefna má t.d. innleiðingu á reglugerð um merkingu búfjár á Íslandi. Innleiðingin tók á sínum tíma alls ekki mið af þeirri staðreynd að Ísland er eyja í Atlandshafi og bæði inn- og útflutningur mjög takmarkaður og háður ströngustu skilyrðum í Evrópu um t.d. leyfi fyrir innflutningi og sóttkví. Eins liggur fyrir að útfærsla á aðbúnaðarreglugerðum búfjár er ekki framkvæmd með sama hætti í öllum okkar nágrannalöndum þó þau séu aðilar að t.d. EES-samningum. Þá má nefna innleiðingu persónuverndarlöggjafar og bann við endurnýtingu örmerkja búfjár. Skýringin er að þar eru mismunandi þjóðir að nýta sér þá valkosti sem í boði eru vegna t.d. aðstæðna. Það er mat okkar að hér á landi sé mjög oft gengið langt í að innleiða ströngustu aðgerðir og dregið úr þeim sveigjanleika sem oft er í boði gagnvart t.d. minni ríkjum, dreifðari byggðum eða litlum fyrirtækjum, samanber verulega strangar og íþyngjandi kröfur um eftirlit í íslenskum sláturhúsum sem eru í reynd afar lítil fyrirtæki. Byggðarráð tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram að sveigjanleikar sem oft heyrist að eru í boði, séu ekki kynntir hér við innleiðingu nýrra reglna. Það má því bæta til muna verklag við innleiðinguna þannig allir hagsmunaaðilar séu vel upplýstir ef gera eigi meiri kröfur hér á landi en lágmarkskröfur EES-reglnanna kveða á um.