Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðstaða fyrir Siglingaklúbbinn Drangey
Málsnúmer 2210294Vakta málsnúmer
2.Þjóðlendumál; eyjar og sker
Málsnúmer 2402115Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið tók Ólafur Björnsson lögmaður þátt í umræðum í gegnum Teams.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Málsmeðferð á hverju svæði hefst á því að óbyggðanefnd tilkynnir fjármála- og efnahagsráðherra að nefndin hafi ákveðið að taka svæðið til meðferðar og veitir honum frest til að lýsa fyrir hönd íslenska ríkisins kröfum um þjóðlendur þar. Þegar kröfur ríkisins liggja fyrir kynnir óbyggðanefnd þær og skorar á þá sem telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á svæði sem ríkið gerir kröfu til að lýsa kröfum sínum innan tiltekins frests. Að liðnum þeim fresti eru heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu er viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga. Þegar framkomin gögn hafa verið rannsökuð til hlítar úrskurðar óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Ef svæði sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfur til reynast samkvæmt rannsókn óbyggðanefndar vera eignarlönd er kröfum ríkisins þar hafnað. Svæði sem reynast utan eignarlanda eru hins vegar úrskurðuð þjóðlendur.
Á Norðurlandi vestra gerir ríkið nú kröfu um eignarhald á öllum eyjum og skerjum, auk Þórðarhöfða, fyrir utan Málmey sem ríkið á. Sjá nánar hér: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/
Ríkið ber kostnað einstaklinga og lögaðila vegna hagsmunagæslu fyrir óbyggðanefnd, að teknu tilliti til tilgreindra skilyrða.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að undirbúningi málsmeðferðar vegna eyja og skerja í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar, í samráði við Ólaf Björnsson lögmann.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Málsmeðferð á hverju svæði hefst á því að óbyggðanefnd tilkynnir fjármála- og efnahagsráðherra að nefndin hafi ákveðið að taka svæðið til meðferðar og veitir honum frest til að lýsa fyrir hönd íslenska ríkisins kröfum um þjóðlendur þar. Þegar kröfur ríkisins liggja fyrir kynnir óbyggðanefnd þær og skorar á þá sem telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á svæði sem ríkið gerir kröfu til að lýsa kröfum sínum innan tiltekins frests. Að liðnum þeim fresti eru heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu er viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga. Þegar framkomin gögn hafa verið rannsökuð til hlítar úrskurðar óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Ef svæði sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfur til reynast samkvæmt rannsókn óbyggðanefndar vera eignarlönd er kröfum ríkisins þar hafnað. Svæði sem reynast utan eignarlanda eru hins vegar úrskurðuð þjóðlendur.
Á Norðurlandi vestra gerir ríkið nú kröfu um eignarhald á öllum eyjum og skerjum, auk Þórðarhöfða, fyrir utan Málmey sem ríkið á. Sjá nánar hér: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/
Ríkið ber kostnað einstaklinga og lögaðila vegna hagsmunagæslu fyrir óbyggðanefnd, að teknu tilliti til tilgreindra skilyrða.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að undirbúningi málsmeðferðar vegna eyja og skerja í eigu sveitarfélagsins Skagafjarðar, í samráði við Ólaf Björnsson lögmann.
3.Spretthópur um nýja nálgun í leikskólamálum
Málsnúmer 2402111Vakta málsnúmer
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 23. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir tilnefningum úr hópi foreldra, þ.e. 1 frá hverjum hinna þriggja leikskóla sem eru í Skagafirði, sem og 1 fulltrúa úr hópi stjórnenda frá hverjum leikskólanna og 1 úr hópi starfsmanna frá hverjum leikskóla. Í hópnum munu pólitískt kjörnir fulltrúar fræðslunefndar sitja. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Óskað er eftir að tilnefningar liggi fyrir í síðasta lagi fyrir í lok dags 27. febrúar. Þegar tilnefndingar liggja fyrir mun byggðarráð formlega skipa hópinn.
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir tilnefningum úr hópi foreldra, þ.e. 1 frá hverjum hinna þriggja leikskóla sem eru í Skagafirði, sem og 1 fulltrúa úr hópi stjórnenda frá hverjum leikskólanna og 1 úr hópi starfsmanna frá hverjum leikskóla. Í hópnum munu pólitískt kjörnir fulltrúar fræðslunefndar sitja. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Óskað er eftir að tilnefningar liggi fyrir í síðasta lagi fyrir í lok dags 27. febrúar. Þegar tilnefndingar liggja fyrir mun byggðarráð formlega skipa hópinn.
4.Starfshópur um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði
Málsnúmer 2402112Vakta málsnúmer
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 23. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Hópurinn er skipaður kjörnum fulltrúum fræðslunefndar og með honum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Hópurinn skal kalla inn eftir þörfum alla hlutaðeigandi fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda beggja skólastiga. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum í formi skýrslu fyrir 1. mars 2025.
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Hópurinn er skipaður kjörnum fulltrúum fræðslunefndar og með honum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Hópurinn skal kalla inn eftir þörfum alla hlutaðeigandi fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda beggja skólastiga. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum í formi skýrslu fyrir 1. mars 2025.
5.Varmadælur á köldum svæðum
Málsnúmer 2311065Vakta málsnúmer
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 13. fundi veitunefndar, þannig bókað:
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Byggðarráð telur rétt að forsendur verði unnar betur áður en teknar verði ákvarðanir um styrki til varmadælukaupa, m.a. þær að lokið verði við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði þannig að ljóst sé hvaða svæði eigi möguleika á hitaveitu og hver ekki, m.t.t. tæknilegrar getu og kostnaðar. Jafnframt að listi yfir staðföng á köldum svæðum verði yfirfarinn m.t.t. hvort búseta sé á viðkomandi bæjum og hvort þeir séu þegar með aðgengi að heitu vatni í gegnum einkaveitur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til veitunefndar til frekari vinnslu.
Verkefnastjóri Skagafjarðarveitna hefur tekið saman þau staðföng sem eru á köldum svæðum í Skagafirði. Heildarfjöldi staðfanga í Skagafirði er 2.990. Af þeim er í dag 96,5% tengd hitaveitu Skagafjarðarveitna. Fjöldi staðfanga í dreifbýli er 1.357 og af þeim eru 106 staðföng ótengd eða 7,8%.
Veitunefnd leggur til við byggðaráð að settar verði reglur um styrk til varmadælukaupa á þeim staðföngum þar sem ljóst er að erfitt og/eða mjög langt getur liðið þangað til þau fá aðgang að heitu vatni.
Byggðarráð telur rétt að forsendur verði unnar betur áður en teknar verði ákvarðanir um styrki til varmadælukaupa, m.a. þær að lokið verði við gerð langtímaáætlunar fyrir hitaveitu í Skagafirði þannig að ljóst sé hvaða svæði eigi möguleika á hitaveitu og hver ekki, m.t.t. tæknilegrar getu og kostnaðar. Jafnframt að listi yfir staðföng á köldum svæðum verði yfirfarinn m.t.t. hvort búseta sé á viðkomandi bæjum og hvort þeir séu þegar með aðgengi að heitu vatni í gegnum einkaveitur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til veitunefndar til frekari vinnslu.
6.Umsagnarbeiðni; Endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd
Málsnúmer 2402149Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 96. mál, Endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að tillaga um Kjalveg og uppbyggingu á honum sé komin fram að nýju. Kjalvegur er mikilvægur fyrir Norðurland og eykur möguleika á aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi og nýr vegur myndi bæta samgöngur milli Norður- og Suðurlands til mikilla muna. Vegurinn hefur verið í mjög slæmu ástandi undanfarna áratugi og ekki verið á áætlun hingað til. Byggðarráð styður að þessi uppbygging verði fjármögnuð með einkaframkvæmd því nauðsynlegt er að vegir á láglendi njóti forgangs við úthlutun fjármuna úr ríkissjóði en ástand margra þeirra er einnig afar bágborið. Byggðarráð hvetur til áframhaldandi vinnu að þessu máli en ítrekar jafnframt mikilvægi þess að hafa samráð við hlutaaðeigandi aðila í þessu verkefni og á þá við bæði einkaaðila sem eiga land að eða á svæðinu sem og opinbera aðila.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að tillaga um Kjalveg og uppbyggingu á honum sé komin fram að nýju. Kjalvegur er mikilvægur fyrir Norðurland og eykur möguleika á aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi og nýr vegur myndi bæta samgöngur milli Norður- og Suðurlands til mikilla muna. Vegurinn hefur verið í mjög slæmu ástandi undanfarna áratugi og ekki verið á áætlun hingað til. Byggðarráð styður að þessi uppbygging verði fjármögnuð með einkaframkvæmd því nauðsynlegt er að vegir á láglendi njóti forgangs við úthlutun fjármuna úr ríkissjóði en ástand margra þeirra er einnig afar bágborið. Byggðarráð hvetur til áframhaldandi vinnu að þessu máli en ítrekar jafnframt mikilvægi þess að hafa samráð við hlutaaðeigandi aðila í þessu verkefni og á þá við bæði einkaaðila sem eiga land að eða á svæðinu sem og opinbera aðila.
7.Samráð; Gullhúðun EES-reglna
Málsnúmer 2402032Vakta málsnúmer
Utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 27/2024, "Gullhúðun EES-reglna". Umsagnarfrestur er til og með 26.02. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að skoða eigi hvernig vinna við innleiðingu reglna vegna t.d. EES-samningsins fari fram hér á landi. Það getur verið flókið að fara djúpt í einstök dæmi en nefna má t.d. innleiðingu á reglugerð um merkingu búfjár á Íslandi. Innleiðingin tók á sínum tíma alls ekki mið af þeirri staðreynd að Ísland er eyja í Atlandshafi og bæði inn- og útflutningur mjög takmarkaður og háður ströngustu skilyrðum í Evrópu um t.d. leyfi fyrir innflutningi og sóttkví. Eins liggur fyrir að útfærsla á aðbúnaðarreglugerðum búfjár er ekki framkvæmd með sama hætti í öllum okkar nágrannalöndum þó þau séu aðilar að t.d. EES-samningum. Þá má nefna innleiðingu persónuverndarlöggjafar og bann við endurnýtingu örmerkja búfjár. Skýringin er að þar eru mismunandi þjóðir að nýta sér þá valkosti sem í boði eru vegna t.d. aðstæðna. Það er mat okkar að hér á landi sé mjög oft gengið langt í að innleiða ströngustu aðgerðir og dregið úr þeim sveigjanleika sem oft er í boði gagnvart t.d. minni ríkjum, dreifðari byggðum eða litlum fyrirtækjum, samanber verulega strangar og íþyngjandi kröfur um eftirlit í íslenskum sláturhúsum sem eru í reynd afar lítil fyrirtæki. Byggðarráð tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram að sveigjanleikar sem oft heyrist að eru í boði, séu ekki kynntir hér við innleiðingu nýrra reglna. Það má því bæta til muna verklag við innleiðinguna þannig allir hagsmunaaðilar séu vel upplýstir ef gera eigi meiri kröfur hér á landi en lágmarkskröfur EES-reglnanna kveða á um.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að skoða eigi hvernig vinna við innleiðingu reglna vegna t.d. EES-samningsins fari fram hér á landi. Það getur verið flókið að fara djúpt í einstök dæmi en nefna má t.d. innleiðingu á reglugerð um merkingu búfjár á Íslandi. Innleiðingin tók á sínum tíma alls ekki mið af þeirri staðreynd að Ísland er eyja í Atlandshafi og bæði inn- og útflutningur mjög takmarkaður og háður ströngustu skilyrðum í Evrópu um t.d. leyfi fyrir innflutningi og sóttkví. Eins liggur fyrir að útfærsla á aðbúnaðarreglugerðum búfjár er ekki framkvæmd með sama hætti í öllum okkar nágrannalöndum þó þau séu aðilar að t.d. EES-samningum. Þá má nefna innleiðingu persónuverndarlöggjafar og bann við endurnýtingu örmerkja búfjár. Skýringin er að þar eru mismunandi þjóðir að nýta sér þá valkosti sem í boði eru vegna t.d. aðstæðna. Það er mat okkar að hér á landi sé mjög oft gengið langt í að innleiða ströngustu aðgerðir og dregið úr þeim sveigjanleika sem oft er í boði gagnvart t.d. minni ríkjum, dreifðari byggðum eða litlum fyrirtækjum, samanber verulega strangar og íþyngjandi kröfur um eftirlit í íslenskum sláturhúsum sem eru í reynd afar lítil fyrirtæki. Byggðarráð tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram að sveigjanleikar sem oft heyrist að eru í boði, séu ekki kynntir hér við innleiðingu nýrra reglna. Það má því bæta til muna verklag við innleiðinguna þannig allir hagsmunaaðilar séu vel upplýstir ef gera eigi meiri kröfur hér á landi en lágmarkskröfur EES-reglnanna kveða á um.
8.Samráð; Kosningar - drög að reglugerðum
Málsnúmer 2402145Vakta málsnúmer
Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2024, Kosningar - drög að reglugerðum. Umsagnarfrestur er til og með 26.02.2024.
9.Bókun frá skólaráði Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 2402165Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 12. febrúar 2024.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð hafa við fjárhagsáætlanagerð bent á viðvarandi viðhaldsskuld eigna sveitarfélagsins og á það ekki síst við um skólahúsnæði fjarðarins. Bókun skólaráðs Varmahlíðarskóla endurspeglar einmitt þessa umræddu viðhaldsskuld. Þarna er um að ræða fjölmennan vinnustað þar sem starfsfólk og nemendur eyða löngum tíma innanhúss þar sem vatn og vindar leika um fólk vegna skorts á viðhaldi.
Við sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar voru uppi stórhuga og tímabærar áætlanir um endurbætur á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og var því lofað að sá sjóður sem sameiningin skapaði myndi renna til þessa verkefnis. Einnig er til sjóður gamla Varmahlíðarfélagsins sem innihélt 214 milljónir árið 2020 og fylgdi sú góða kvöð því fjármagni að nýta ætti það til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð þegar félagið var lagt niður. Ekkert bólar á þessum áætlunum og skólahúsnæðið lætur enn meira á sjá á meðan beðið er.
VG og óháð leggja til að það fjármagn sem lofað var í framkvæmdir og er tilkomið vegna sameiningar sem og eyrnamerkt fjármagn frá Varmahlíðarfélaginu verði nýtt til að fara í nauðsynlegar endurbætur á skólahúsnæðinu sem fyrst.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað.
Áherslur Byggðalistans eru skýrar, að styrkja grunnstoðir samfélagsins og þar spila leik- og grunnskólar stóran þátt. Við teljum mikilvægt að viðhald og framkvæmdir við þessar stofnanir sveitarfélagsins hljóti forgang og höfum talað fyrir því í vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir ár hvert. Okkur þykir miður að svona stór og veigamikill vinnustaður sveitarfélagsins sé kominn í þá viðhaldsskuld eins og fram kemur í bókun skólaráðs Varmahlíðarskóla.
Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir, fulltrúar meirihluta, óska bókað:
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir vilja árétta að þau eru vel upplýst um þörf á viðhaldi og endurbótum á húsnæði Varmahlíðarskóla. Markviss vinna um endurnýjun fór af stað árið 2021, en frá þeim tíma hefur verið varið um 130 milljónum í viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu. Má þar nefna t.d. endurnýjun á þaki skólans, loftræstikerfi og fleira. Jafnframt hefur verið í gangi vinna við endurhönnun á skólanum í samráði við bæði foreldra og starfsmenn, en sú endurgerð inniber verulega endurnýjun og endurbætur á húsnæðinu. Þeirri vinnu er ekki lokið en ljóst er að áður en farið verður í enn frekari endurbætur á núverandi skólahúsnæði verður byggður nýr leikskóli við skólann, þar sem þá allt skólastarf í Varmahlíð verður komið undir sama þak. Vinna við hönnun þeirrar byggingar og frágangur teikninga hefur tekið lengri tíma en búist var við en að óbreyttu verður það verk boðið út innan hálfs mánaðar og gangi þær tímaáætlanir eftir sem nú er unnið með er áætlað að leikskólinn verði fullbyggður um mitt ár 2025. Í framhaldi af þeirri byggingu verður farið í frekari endurbætur og viðhald á skólahúsnæðinu sjálfu samkvæmt þeim tillögum og teikningum sem enn þá eru í vinnslu en óraunhæft er að bæði verkefnin séu í gangi í einu.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, leggur fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð hafa við fjárhagsáætlanagerð bent á viðvarandi viðhaldsskuld eigna sveitarfélagsins og á það ekki síst við um skólahúsnæði fjarðarins. Bókun skólaráðs Varmahlíðarskóla endurspeglar einmitt þessa umræddu viðhaldsskuld. Þarna er um að ræða fjölmennan vinnustað þar sem starfsfólk og nemendur eyða löngum tíma innanhúss þar sem vatn og vindar leika um fólk vegna skorts á viðhaldi.
Við sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar voru uppi stórhuga og tímabærar áætlanir um endurbætur á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og var því lofað að sá sjóður sem sameiningin skapaði myndi renna til þessa verkefnis. Einnig er til sjóður gamla Varmahlíðarfélagsins sem innihélt 214 milljónir árið 2020 og fylgdi sú góða kvöð því fjármagni að nýta ætti það til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð þegar félagið var lagt niður. Ekkert bólar á þessum áætlunum og skólahúsnæðið lætur enn meira á sjá á meðan beðið er.
VG og óháð leggja til að það fjármagn sem lofað var í framkvæmdir og er tilkomið vegna sameiningar sem og eyrnamerkt fjármagn frá Varmahlíðarfélaginu verði nýtt til að fara í nauðsynlegar endurbætur á skólahúsnæðinu sem fyrst.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans óskar bókað.
Áherslur Byggðalistans eru skýrar, að styrkja grunnstoðir samfélagsins og þar spila leik- og grunnskólar stóran þátt. Við teljum mikilvægt að viðhald og framkvæmdir við þessar stofnanir sveitarfélagsins hljóti forgang og höfum talað fyrir því í vinnu við fjárhags- og framkvæmdaáætlanir ár hvert. Okkur þykir miður að svona stór og veigamikill vinnustaður sveitarfélagsins sé kominn í þá viðhaldsskuld eins og fram kemur í bókun skólaráðs Varmahlíðarskóla.
Einar E. Einarsson og Sólborg Borgarsdóttir, fulltrúar meirihluta, óska bókað:
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir vilja árétta að þau eru vel upplýst um þörf á viðhaldi og endurbótum á húsnæði Varmahlíðarskóla. Markviss vinna um endurnýjun fór af stað árið 2021, en frá þeim tíma hefur verið varið um 130 milljónum í viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu. Má þar nefna t.d. endurnýjun á þaki skólans, loftræstikerfi og fleira. Jafnframt hefur verið í gangi vinna við endurhönnun á skólanum í samráði við bæði foreldra og starfsmenn, en sú endurgerð inniber verulega endurnýjun og endurbætur á húsnæðinu. Þeirri vinnu er ekki lokið en ljóst er að áður en farið verður í enn frekari endurbætur á núverandi skólahúsnæði verður byggður nýr leikskóli við skólann, þar sem þá allt skólastarf í Varmahlíð verður komið undir sama þak. Vinna við hönnun þeirrar byggingar og frágangur teikninga hefur tekið lengri tíma en búist var við en að óbreyttu verður það verk boðið út innan hálfs mánaðar og gangi þær tímaáætlanir eftir sem nú er unnið með er áætlað að leikskólinn verði fullbyggður um mitt ár 2025. Í framhaldi af þeirri byggingu verður farið í frekari endurbætur og viðhald á skólahúsnæðinu sjálfu samkvæmt þeim tillögum og teikningum sem enn þá eru í vinnslu en óraunhæft er að bæði verkefnin séu í gangi í einu.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við forsvarsmenn klúbbsins.