Samstarf grunnskólanna og íþróttahreyfingarinnar haustið 2024
Málsnúmer 2402074
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 27. fundur - 14.10.2024
Frístundaakstur úr dreifbýli. Nefndin samþykkir samhljóða að bæta við ferð úr Varmahlíð og Hofsósi á Sauðárkrók, aðra leiðina, á þriðjudögum til prufu fram að áramótum. Áætlað er að fyrsta ferð sé 29. október nk. Ákvörðun um framhaldið verður tekin fyrir áramót og verður nýting og reynsla af þjónustunni höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku. Kostnaður verður tekinn af málaflokki 06890.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að stilla upp ólíkum sviðsmyndum, kostnaðarmeta þær og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.