Fara í efni

Samstarf grunnskólanna og íþróttahreyfingarinnar haustið 2024

Málsnúmer 2402074

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 25. fundur - 29.08.2024

Niðurstöður könnunnar, sem send var á forráðamenn nemenda barna í 5.-10. bekk Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna, lagðar fram til kynningar. Niðurstöður sýna að mikill meirihluti forráðamanna telur að þau börn sem eru að æfa íþróttir myndu nýta sér auka akstur á Sauðárkrók, að loknum skóladegi, til þess að sækja skipulagðar æfingar þar.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að stilla upp ólíkum sviðsmyndum, kostnaðarmeta þær og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 27. fundur - 14.10.2024

Frístundaakstur úr dreifbýli. Nefndin samþykkir samhljóða að bæta við ferð úr Varmahlíð og Hofsósi á Sauðárkrók, aðra leiðina, á þriðjudögum til prufu fram að áramótum. Áætlað er að fyrsta ferð sé 29. október nk. Ákvörðun um framhaldið verður tekin fyrir áramót og verður nýting og reynsla af þjónustunni höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku. Kostnaður verður tekinn af málaflokki 06890.