Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd

Málsnúmer 2402149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 96. mál, Endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að tillaga um Kjalveg og uppbyggingu á honum sé komin fram að nýju. Kjalvegur er mikilvægur fyrir Norðurland og eykur möguleika á aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi og nýr vegur myndi bæta samgöngur milli Norður- og Suðurlands til mikilla muna. Vegurinn hefur verið í mjög slæmu ástandi undanfarna áratugi og ekki verið á áætlun hingað til. Byggðarráð styður að þessi uppbygging verði fjármögnuð með einkaframkvæmd því nauðsynlegt er að vegir á láglendi njóti forgangs við úthlutun fjármuna úr ríkissjóði en ástand margra þeirra er einnig afar bágborið. Byggðarráð hvetur til áframhaldandi vinnu að þessu máli en ítrekar jafnframt mikilvægi þess að hafa samráð við hlutaaðeigandi aðila í þessu verkefni og á þá við bæði einkaaðila sem eiga land að eða á svæðinu sem og opinbera aðila.