Úthlutun til fjallskilanefnda 2024
Málsnúmer 2402190
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 16. fundur - 07.03.2024
Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2024. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2024 fyrir deild 13210, samtals 8,44 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin samþykkir samhljóða að úthluta nú 4,6 m.kr. Nefndin mun jafnframt kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024
Úthlutun framlaga 2024 til fjallskilanefnda. Þegar hefur verið úthlutað 4,6 mkr. af 8,5 mkr. sem eru til ráðstöfunar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir stöðuna á úthlutun fjármuna til fjallskilanefnda, en ennþá vantar upplýsingar frá fjallskilanefndum Vestur Fljóta, Framhluta Skagafjarðar og Upprekstrarfélagi Akrahrepps.
Nefndin vil áretta að forsenda fyrir úthlutun er skil á fjárhagsáætlun og sjóðsstöðu.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fór yfir stöðuna á úthlutun fjármuna til fjallskilanefnda, en ennþá vantar upplýsingar frá fjallskilanefndum Vestur Fljóta, Framhluta Skagafjarðar og Upprekstrarfélagi Akrahrepps.
Nefndin vil áretta að forsenda fyrir úthlutun er skil á fjárhagsáætlun og sjóðsstöðu.
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3. fundur - 16.05.2024
Kári Gunnarsson fór yfir stöðu umsókna frá fjallskilanefndum og skil á ársreikningum deildanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að ekki verði afgreiddar beiðnir um fjárstuðning vegna ársins 2024 hafi umbeðin gögn ekki borist fyrir 15. júní, nk.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að ekki verði afgreiddar beiðnir um fjárstuðning vegna ársins 2024 hafi umbeðin gögn ekki borist fyrir 15. júní, nk.