Byggðarráð Skagafjarðar - 87
Málsnúmer 2403002F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024
Fundargerð 87. fundar byggðarráðs frá 6. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Til fundarins kom Ingvar Páll Ingvarsson, tæknifræðingur frá veitu- og framkvæmdasviði og fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks sem varða raf- og pípulagnir vegna stækkunarsvæðis laugarinnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða út annars vegar fullnaðarfrágang raflagna og stýrikerfa fyrir viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks og hins vegar fullnaðarfrágang pípulagna og hreinsikerfa fyrir viðbygginguna, í samræmi við útboðslýsingar, og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sundlaug Sauðárkóks. áfangi 2 framkvmdir 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Undir þessum dagskrárlið kom Kristín Jónsdóttir skjalavörður Skagafjarðar til fundarins og kynnti drög að skjalastefnu Skagafjarðar 2024-2029 sem unnin var í samræmi við bókun byggðarráðs frá 80. fundi þess 17. janúar sl.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða stefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Skjalastefna Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Lagður fram tölvupóstur, dags. 26.2. 2024, frá foreldrafélagi og skólaráði Varmahlíðarskóla, þar sem óskað er eftir að haldinn verði opinn fundur sveitarstjórnar og/eða fræðslunefndar og hlutaðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins til að ræða mál sem snerta Varmahlíðarskóla, m.a. framtíðarskipulag skólaaksturs á svæðinu, samþættingu við tómstundastarf á Sauðárkróki og framgang fyrirhugaðra byggingarframkvæmda við skólann.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að þiggja boð um fund og felur sveitarstjóra að finna heppilegan tíma sem hentar sem flestum. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
- .7 2402242 Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um velferð dýra nr. 55 2013 o.fl. (eftirlit)Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 54/2024, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um velferð dýra nr. 55/2013 o.fl. (eftirlit)". Umsagnarfrestur er til og með 07.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 59/2024, „Hvítbók um sjálfbært Ísland“. Umsagnarfrestur er til og með 26.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 61/2024, „Frumvarp til breytinga á raforkulögum (raforkuviðskipti)“. Umsagnarfrestur er til og með 08.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2024, „Aðgerðaáætlun matvælastefnu“. Umsagnarfrestur er til og með 21.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 65/2024, „Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu“. Umsagnarfrestur er til og með 21.03.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Lagt fram til kynningar álit dags. 26. febrúar 2024, frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd sem unnið var að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hvernig færa skuli kröfu frá Brú lífeyrissjóði sem til er komin vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins og birt var sveitarfélögum í ársbyrjun 2024.
Forsaga málsins er sú að árið 2016 ákvað Alþingi að samræma lífeyrisréttindi á opinbera markaðnum við það sem gerist á almenna markaðnum. Í lögunum var ákveðið að áunnin réttindi þeirra sem höfðu náð sextugsaldri við gildistöku laganna eða höfðu hafði töku lífeyris skyldi tryggð og myndi hvorki hækka né lækka upp frá því. Í takt við markmið laganna um að hver kynslóð stæði undir sínum eigin lífeyri kváðu lögin á um að það kæmi í hlut launagreiðenda, ríkis og sveitarfélaga, að standa undir tryggingunni, frekar en annarra sjóðsfélaga. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar og eftir slaka ávöxtun sjóðsins árið 2022 lá fyrir að halli á tryggingafræðilegri stöðu Brúar lífeyrissjóðs væri umfram 10% lögbundin viðmið. Af þessum sökum hefur sjóðurinn hafið innheimtu framlaga frá sveitarfélögunum vegna þess hóps lífeyrisþega eða launamanna sem undir regluna falla.
Að áliti Reikningsskila- og upplýsinganefndar er rétt að færa fjárhæð sbr. ofangreint á breytingu lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi með mótfærslu á lífeyrisskuldbindingu í efnahag, þar sem um matsbreytingu er að ræða. Telur nefndin þessa framkvæmd í samræmi við 2. mgr. 13. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.
Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Lagt fram til kynningar ódagsett fundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins fimmtudaginn 14. mars 2024 í Reykjavík. Vakin er athygli á að fundarmönnum er jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku í fundinum í gegnum Teams en allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja hann. Mikilvægt er að fundarmenn skrái sig fyrir fram á fundinn. Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 87 Lagt fram bréf, dags. 5. febrúar 2024, frá formanni afmælisnefndar 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Nefndin gerir jafnframt tillögur um hvernig megi minnast 1150 ára afmælis Íslandsbyggðar. Gert er ráð fyrir að ná til sem flestra landsmanna með tveimum viðburðum í dagskrá ársins. Annars vegar samsöng kóra landsins undir yfirskriftinni Sungið með landinu og hins vegar gönguferðum um náttúru Íslands undir yfirskriftinni Gengið um þjóðlendur, í öllum fjórðungum landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.