Fara í efni

Fræðslunefnd - 24

Málsnúmer 2403007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 24. fundar fræðslunefndar frá 13. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 24 Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 12. og 26. febrúar 2024 lagðar fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Fyrstu drög að hönnun lóðar við nýjan leikskóla í Varmahlíð kynntar sem Betula landslagsarkitektar ehf hafa unnið. Búið er að yfirfara teikningar með stjórnendum ásamt fulltrúum starfsfólks og foreldra og unnið verður með athugasemdir og ábendingar frá þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem dregnar eru fram fimm sviðsmyndir varðandi skipulag hádegisverðar í Ársölum og Árskóla á Sauðárkróki. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að kanna hvort mögulegt væri að gera 2 ára leigusamning með forkaupsrétti um húsnæðið Aðalgötu 7, að heild eða hluta. Jafnframt að hefja undirbúning útboðs hádegisverðar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Stefnt er að því að funda aftur fyrir páska til að taka endanlega ákvörðun um næstu skref ef kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Nefndin samþykkir samhljóða breytingar á verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu. Breytingarnar felast í því að tekinn verður út lágmarksfjöldi stunda í frístund til að njóta systkinaafsláttar. Auk þess er skýrt betur út hvar og hvernig sótt er um systkinaafslátt. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 24 Yfirlit yfir nýtingu á leikskólaplássi í dymbilviku í Ársölum lagt fram til kynningar. Alls var send inn skráning fyrir 191 barn. Á mánudegi verða 79 börn í fríi, á þriðjudegi verða 82 börn í fríi og á miðvikudegi verða 98 börn í fríi. Foreldrar sem skrá börnin í frí fá niðurfellingu gjalda þá daga í samræmi við aðgerðapakka leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.