Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla 2023-24
Málsnúmer 2402152Vakta málsnúmer
Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 12. og 26. febrúar 2024 lagðar fram til kynningar
2.Leikskólalóð í Varmahlíð
Málsnúmer 2403074Vakta málsnúmer
Fyrstu drög að hönnun lóðar við nýjan leikskóla í Varmahlíð kynntar sem Betula landslagsarkitektar ehf hafa unnið. Búið er að yfirfara teikningar með stjórnendum ásamt fulltrúum starfsfólks og foreldra og unnið verður með athugasemdir og ábendingar frá þeim.
3.Hádegisverður í Ársölum og Árskóla
Málsnúmer 2402092Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra og sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem dregnar eru fram fimm sviðsmyndir varðandi skipulag hádegisverðar í Ársölum og Árskóla á Sauðárkróki. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að kanna hvort mögulegt væri að gera 2 ára leigusamning með forkaupsrétti um húsnæðið Aðalgötu 7, að heild eða hluta. Jafnframt að hefja undirbúning útboðs hádegisverðar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki. Stefnt er að því að funda aftur fyrir páska til að taka endanlega ákvörðun um næstu skref ef kostur er.
4.Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu
Málsnúmer 2202110Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir samhljóða breytingar á verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu. Breytingarnar felast í því að tekinn verður út lágmarksfjöldi stunda í frístund til að njóta systkinaafsláttar. Auk þess er skýrt betur út hvar og hvernig sótt er um systkinaafslátt.
5.Nýting á leikskólaplássi í dymbilviku í Ársölum
Málsnúmer 2403097Vakta málsnúmer
Yfirlit yfir nýtingu á leikskólaplássi í dymbilviku í Ársölum lagt fram til kynningar. Alls var send inn skráning fyrir 191 barn. Á mánudegi verða 79 börn í fríi, á þriðjudegi verða 82 börn í fríi og á miðvikudegi verða 98 börn í fríi. Foreldrar sem skrá börnin í frí fá niðurfellingu gjalda þá daga í samræmi við aðgerðapakka leikskóla.
Fundi slitið - kl. 17:00.