Umhverfis- og samgöngunefnd - 23
Málsnúmer 2403011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024
Fundargerð 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lagt fram erindi, dags. 22.2. 2024, frá Einari Bárðarsyni frá Plokk á Íslandi, þar sem vakin er athygli á Stóra plokkdeginum sem haldinn verður um land allt sunnudaginn 28. apríl. 2024. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma. Þannig er öllum heimilt að nota merki dagsins og myndefni tengt honum til kynningar á verkefnum tengdum plokki og umhverfishreinsun.
Á næstu vikum birtist uppfært efni á síðunni www.plokk.is og þá verða bakhjarlar Stóra plokkdagsins og samstarfið kynnt betur.
Allir mega stofna viðburði á Stóra plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi.
Sveitafélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á hverjum stað fyrir sig.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða að taka þátt í Stóra plokkdeginum og skipuleggja umhverfisdaga í Skagafirði á tímabilinu frá apríllokum og fram í maí. Með ósk um góða þátttöku eins og undanfarin ár frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu. Starfsmönnum sviðsins er falið að undirbúa kynningu og framkvæmd umhverfisdaganna. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lagt fram erindi, dag. 28.2. 2024, frá Íbúa- og átthagafélagi Fljótamanna, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð vegna hreinsunardags í Fljótum sem fyrirhugað er að halda í lok júní eða í júlí nk. Á hreinsunardeginum fara sjálfboðaliðar úr Fljótunum (bændur, sumarbústaðafólk og fleiri) og tína rusl á vegköntum, í fjörum og öðru almenningsrými þar sem þau sjá að það þarf að taka til hendinni. Boðið hefur verið upp á lummukaffi í kjölfarið. Óskað er eftir því að unnt verði að koma urðunarrusli frá hreinsunardeginum ókeypis í móttökustöðvar.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni sviðsins að vinna að framgangi málsins í samráði við Íbúa og átthagafélag Fljótamanna. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lagt fram erindi, dag. 27.2. 2024, frá Landi og skógi þar sem upplýst er um að matvælaráðuneytið hafi falið stofnuninni að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Því kallar Land og skógur eftir ábendingum sem nýst geta við vinnu við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála. Landi og skógi er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að settar verði reglugerðir í samræmi við 8. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 ásamt því að reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 285/2015 verði endurskoðuð, sbr. IV. kafla laga um skóga og skógrækt. Óskar Land og skógur eftir því að tillögur og ábendingar sendist stofnuninni fyrir 29. mars næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til Landbúnaðarnefndar til umsagnar og óskar jafnframt eftir umsögn Búnaðarsambands Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir fresti hjá Landi og skógi til að skila inn umsögn til 15 apríl.
Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með átta atkvæðum. Hrefna Jóhannesdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lagt fram til kynningar samrit erinda, dags. 24.11. 2023, 27.11 2023 og 7.12. 2023, frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu fjögurra vega af vegaskrá, þ.e. Dýjabekksvegar nr. 7623-01, Bjarnargilsvegar nr. 7891-01, Mið-Grundarvegar nr. 7708-01 og hluta Svartárdalsvegar nr. 755-01. Hægt er að sækja um að vegirnir verði teknir að nýju inn á vegaskrá sem héraðsvegir þegar föst búseta og lögheimili eru komin á að nýju eða á grundvelli atvinnurekstrar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lagt fram til kynningar erindi, dags. 26.2. 2024, frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um að vegurinn heim að Lyngbrekku (L232788) hefur verið samþykktur inn á vegaskrá sem héraðsvegur.
Guðlaugur Skúlason víkur af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með átta atkvæðum. Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann vék af fundi undir afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 23 Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 16. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.