Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21
Málsnúmer 2403013F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024
Fundargerð 21. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 11. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21 Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2024 sem fer fram 28.-30. júní 2024. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2024 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21 Tekið fyrir styrktarbeiðni frá Þórólfi Stefánssyni vegna tónleikana "Kyrrðastund með klassískum gítar" sem til stendur að halda í gömlu torfkirkjunni á Gröf á Höfðaströnd þann 6. júlí nk. Aðgangur verður ókeypis og stendur öllum til boða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 50.000 kr. Tekið af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2023. Í skýrslunni kemur fram að heimsóknir til safnsins hafi verið um 7.000 talsins, útlán um 12 þúsund. Á starfsárinu voru margir áhugaverðir viðburðir haldnir á vegum safnsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 21 Lagður fyrir tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi vegna sérreglna um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023/2024. Frekari rökstuðnings er óskað fyrir sérreglur er varða 4. gr. reglugerðar nr. 852/2023 um úthlutun byggðakvóta á fiskiskip. Sveitarfélagið óskaði eftir eftirfarandi sérreglu: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 10 þorskígildistonn á skip." Framangreind tillaga ásamt áður innsendum rökstuðningi er í takt við sérreglur Skagafjarðar sem samþykktar hafa verið af ráðuneytinu fyrir undanfarin fiskveiðiár.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi rökstuðning:
"Með breytingu á ofangreindu ákvæði er leitast eftir að koma til móts við og létta undir með minni útgerðum í Skagafirði sem hafa átt undir högg að sækja. Með breytingunni nær veiði byggðakvóta til breiðari hóps og eykur fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði. Nefna má að byggðakvóti til Hofsóss hefur nær þurrkast út á liðnum árum og vægi hans þar því lítið. Þá styður byggðakvóti til minni báta á Sauðárkróki sem fyrr segir við fjölbreytileika í sjávarútvegi í Skagafirði og þar með við minni fyrirtæki í greininni einnig."
Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.