Fara í efni

Húsnæði aðgerðastjórnar í héraði

Málsnúmer 2403101

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 88. fundur - 13.03.2024

Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, dags. 20. febrúar 2024, vegna brýnnar þarfar á uppsetningu aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í erindinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingsveitar á Sauðárkróki. Mun lögregluembættið kosta uppsetningu aðgerðastjórnarinnar en sveitarfélögin í landshlutanum kosta rekstur hennar. Skv. áætlun lögreglustjóra er gert ráð fyrir að heildarkostnaður rekstrarins árið 2024 verði kr. 1,8 millj. og hlutur Skagafjarðar þar af kr. 1.043.781.
Byggðarráð telur að um brýnt verkefni sé að ræða og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þátttöku í verkefninu. Byggðarráð samþykkir jafnframt að farið verði í verkefnið.