Lagt frá bréf frá forsætisráðuneytinu, dag. 19. mars 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Skagafirði í starfshóp um framtíðarskipulag Hóla í Hjaltadal. Óskað er eftir tilnefningu bæði karls og konu í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um framtíð sögustaðarins, taka afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda og skipuleggja hvort eigi og hvernig koma megi þeim tillögum sem aðilar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru sammála um, til framkvæmda.
Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum dómsmálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Háskólans á Hólum, Hóladómkirkju, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Forsætisráðherra skipar formann hópsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon og Jóhönnu Ey Harðardóttur í starfshópinn.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um framtíð sögustaðarins, taka afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda og skipuleggja hvort eigi og hvernig koma megi þeim tillögum sem aðilar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru sammála um, til framkvæmda.
Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum dómsmálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Háskólans á Hólum, Hóladómkirkju, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Forsætisráðherra skipar formann hópsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon og Jóhönnu Ey Harðardóttur í starfshópinn.