Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Samtal við eigendur Sjávarborgar
Málsnúmer 2404052Vakta málsnúmer
2.Beiðni um tilnefningu í starfshóp um framtíðarskipulag Hóla í Hjaltadal
Málsnúmer 2403205Vakta málsnúmer
Lagt frá bréf frá forsætisráðuneytinu, dag. 19. mars 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Skagafirði í starfshóp um framtíðarskipulag Hóla í Hjaltadal. Óskað er eftir tilnefningu bæði karls og konu í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um framtíð sögustaðarins, taka afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda og skipuleggja hvort eigi og hvernig koma megi þeim tillögum sem aðilar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru sammála um, til framkvæmda.
Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum dómsmálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Háskólans á Hólum, Hóladómkirkju, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Forsætisráðherra skipar formann hópsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon og Jóhönnu Ey Harðardóttur í starfshópinn.
Verkefni starfshópsins er að fjalla um framtíð sögustaðarins, taka afstöðu til fyrirliggjandi hugmynda og skipuleggja hvort eigi og hvernig koma megi þeim tillögum sem aðilar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar eru sammála um, til framkvæmda.
Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum dómsmálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, menningar- og viðskiptaráðuneytis, innviðaráðuneytis, Háskólans á Hólum, Hóladómkirkju, sveitarfélagsins Skagafjarðar og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Forsætisráðherra skipar formann hópsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon og Jóhönnu Ey Harðardóttur í starfshópinn.
3.Útboðs akstursþjónustu
Málsnúmer 2311026Vakta málsnúmer
Niðurstöður útboðs á akstri í Dagdvöl aldraða liggja fyrir. Eitt tilboð barst í akstursleið 1 og tvö tilboð bárust í akstursleið 2.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna.
4.Uppbygging hleðsluinnviða í Skagafirði
Málsnúmer 2404048Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dags, 19. mars 2024, frá Orku náttúrunnar þar sem óskað er eftir samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu fyrir hleðsluinnviði rafbíla. ON leitar að hentugum svæðum í sveitarfélaginu, hvort sem er á lóð eða á bílastæði í eigu sveitarfélagsins, til að koma fyrir hleðsluinnviðum fyrir íbúa og viðskiptavini. Sérfræðingar þeirra munu lista upp nokkrar staðsetningar sem þeir telja koma til greina í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði.
5.Ársfundur Stapa 2023
Málsnúmer 2404054Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 3. apríl 2024 frá Stapa lífeyrissjóði, þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins árið 2023 þann 2. maí 2024 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
6.Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar
Málsnúmer 2403229Vakta málsnúmer
Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti.
7.Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Málsnúmer 2310244Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar samningur á milli ríkisins, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, um fyrirhugaða nýja viðbyggingu fyrir verknámshús við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar samningnum og tímabærri stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar samningnum og tímabærri stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Fundi slitið - kl. 16:00.
"VG og óháð leggja fram þá tillögu að taka samtal við eigendur lands Sjávarborgar með það markmið að ganga til samninga um kaup Sjávarborgarlands sem framtíðarbyggingarlands sveitarfélagsins.
Ásókn í lóðir á Sauðárkróki hefur verið umtalsverð og er full ástæða til að horfa bjartsýn til framtíðar hvað varðar fólksfjölgun og áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Þó standi til að setja Nafirnar aftur inn á Aðalskipulag Skagafjarðar til ársins 2040 sem framtíðarbyggingarsvæði þarf að horfa enn lengra fram í tímann og vera tilbúin með annað landsvæði til uppbyggingar.
Sjávarborgarland býður upp á margskonar skipulag til uppbyggingar en mjög hefur færst í aukana að íbúar vilji byggja utan hins raunverulega þéttbýlis og hafa bæði meira landsvæði og næði í kringum sig. Gæti skipulag á Sjávarborgarlandi komið vel á móts við slíkt.
Að auki myndu kaup á Sjávarborgarlandi greiða götuna í áframhaldandi leit af auknu heitu vatni fyrir sveitarfélagið."
Tillaga VG og óháðra felld með 2 atkvæðum meirihluta fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, vilja árétta að gott samstarf hefur verið lengi við eigendur Sjávarborgar um nýtingu heita vatnsins sem er á sameiginlegu upptökusvæði í /undir landi Sjávarborgar og landi sveitarfélagsins. Um nýtingu á heitu vatni í landi Sjávarborgar var gerður samningur á milli eigenda Sjávarborgar og Sauðárkrókskaupstaðar árið 1951. Viðræður eru í gangi á milli aðila um endurskoðun á samningnum og gengur sú vinna vel og miðar vel áfram.
Jafnframt er í gangi vinna af hálfu sömu aðila til að koma á hreint landamerkjum frá Fornósi að Héraðsvötnum. Hefur sú vinna einnig gengið vel og er von á niðurstöðu innan skamms.
Um hugsanleg kaup á (öðru) landi og þá með stækkun þéttbýlisins í huga eða þess að fara að bjóða upp á stærri lóðir, hefur ekki verið rætt og er það ekki stefna núverandi meirihluta að sveitarfélagið bjóði upp á slíkar lóðir. Einnig er rétt að hafa í huga að stór hluti þess lands sem tilheyrir jörðinni Sjávarborg er friðlýst og nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum vegna sérstöðu fuglalífs. Þessi sérstaða takmarkar mjög möguleikana á að nýta landið til annarra hluta og er t.d. umferð um það að stórum hluta óheimil frá 15. maí til 1. júlí ár hvert. Einnig má benda á að bæði þetta landsvæði og það landsvæði sem sveitarfélagið á í kringum Tjarnartjörnina, er erfitt byggingarland.
Við höfnum því tillögu VG og leggjum til að áfram verði unnið með eigendum Sjávarborgar að farsælli niðurstöðu í þeim málaflokkum sem verið er að leiða til lykta í dag."