Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk
Málsnúmer 2404053
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.06.2024
Lagðar fram niðurstöður Skagafjarðar úr frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga, sem tilkynnt var um þann 25. mars sl. Fram kemur að athugun á vefsíðunni fór fram í apríl 2024. Við framkvæmd athugunarinnar var farið yfir upplýsingagjöf á vefsíðu Skagafjarðar til fatlaðs fólks sem könnuð var út frá skilgreindum þjónustuþáttum sem kveðið er á um í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem og lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Heilt yfir er upplýsingagjöf samkvæmt lögum, bent er á nokkra þætti sem bæta má úr, út frá niðurstöðum úttektarinnar.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum atkvæðum að beina því til framkvæmdaráðs að fylgja eftir niðurstöðum úr athugun og gera úrbætur þar sem við á.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum atkvæðum að beina því til framkvæmdaráðs að fylgja eftir niðurstöðum úr athugun og gera úrbætur þar sem við á.
Frumkvæðisathugunin nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun GEV fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaga. Ekki verður kallað eftir öðrum upplýsingum eða gögnum frá sveitarfélögum. Sveitarfélög munu að lokinni athugun á sinni vefsíðu fá sendar niðurstöður athugunarinnar fyrir sitt sveitarfélag. Þegar lokið hefur verið við athugun á vefsíðum allra sveitarfélaga verða helstu niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar dregnar saman og gefnar út í skýrslu sem mun birtast á vefsíðu GEV í samræmi við 4. gr. laga um GEV. Áætlað er að öll sveitarfélög hafi fengið sínar niðurstöður og að skýrsla verði birt fyrir lok árs 2024.