Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

22. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:30 Fundarherbergi Faxatorgi 1
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að mál nr. 2404075; Endurtilnefning í Félagsmála- og tómstundanefnd væri tekið inn með afbrigðum á fundinn. Samþykkt samhljóða.

1.Endurtilnefning í Félagsmála- og tómstundanefnd

Málsnúmer 2404075Vakta málsnúmer

Bryndís Lilja Hallsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs bar upp tillögu þess efnis að Guðlaugur Skúlason, fulltrúi D-lista, verði varaformaður félagsmála- og tómstundanefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.

2.Yfirlit reksturs málaflokks 02 á fyrsta ársfjórðungi 2024

Málsnúmer 2404163Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir rekstur málaflokks 02, félagsþjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2024 lagt fram til kynningar.

3.Yfirlit reksturs málaflokks 06 á fyrsta ársfjórðungi 2024

Málsnúmer 2404165Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir rekstur málaflokks 06, frístunda- og íþróttamál á fyrsta ársfjórðungi 2024 lagt fram til kynningar.
Ragnar Helgason vék af fundi eftir dagskrárlið 2.

4.Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2404093Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála til sveitarfélaga dags. 9.apríl sl. Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum fyrir fullorðið fatlað fólk. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Fram kemur að á undanförnum árum hefur GEV og forveri stofnunarinnar, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, framkvæmt athuganir á einstaka húsnæðisúrræðum fatlaðs fólks. Niðurstöður þeirra gefa tilefni til að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum. Af þeirri ástæðu hefur GEV nú stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum, á grundvelli 14. gr. laga um GEV.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um GEV óskar stofnunin eftir því að sveitarfélagið fylli út og skili til GEV upplýsingum um alla búsetuþjónustu sveitarfélagsins sem ætluð er fötluðu fólki (íbúðakjarnar, sambýli, skammtímavistanir, heimili fyrir fötluð börn), svari gátlista fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sveitarfélagsins sem ætluð eru fötluðu fólki sem náð hefur 18 ára aldri, á það einnig við um heimili sem rekin eru af einkaaðilum á grundvelli þjónustusamnings við sveitarfélagið. Sem og skili úrbótaáætlun fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sem er í þörf fyrir úrbætur samkvæmt niðurstöðu gátlista. Fyrri skil gagna eru 30. apríl nk. og seinni skil þann 1. október nk. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar vinnu GEV samhljóða og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.

5.Frumkvæðisathugun á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2404053Vakta málsnúmer

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Ákveðið hefur verið að stofna til frumkvæðisathugunar á upplýsingagjöf á vefsíðum sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk á grundvelli frumkvæðisskyldu sveitarfélaga sbr. 32. gr. laga nr. 38/2018.

Frumkvæðisathugunin nær til allra sveitarfélaga landsins og mun gagnaöflun GEV fela í sér yfirferð á upplýsingum á vefsíðum sveitarfélaga. Ekki verður kallað eftir öðrum upplýsingum eða gögnum frá sveitarfélögum. Sveitarfélög munu að lokinni athugun á sinni vefsíðu fá sendar niðurstöður athugunarinnar fyrir sitt sveitarfélag. Þegar lokið hefur verið við athugun á vefsíðum allra sveitarfélaga verða helstu niðurstöður frumkvæðisathugunarinnar dregnar saman og gefnar út í skýrslu sem mun birtast á vefsíðu GEV í samræmi við 4. gr. laga um GEV. Áætlað er að öll sveitarfélög hafi fengið sínar niðurstöður og að skýrsla verði birt fyrir lok árs 2024.

6.Íþrótta- og leikjanámskeið Fljótum 2024

Málsnúmer 2403083Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum.
Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar umsókninni og samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 150.000 krónur til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum.

7.Barnavernarþjónusta Mið - Norðurlands fundargerðir faghóps

Málsnúmer 2301093Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fagráðs barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands frá 1. janúar 2023 til og með 15. apríl 2024.

8.Reglur um þjónustukort í sundlaugar

Málsnúmer 2404174Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.

9.Sumarafleysingar 2024

Málsnúmer 2404205Vakta málsnúmer

Minnisblöð með yfirliti yfir stöðu sumarafleysinga annars vegar hjá félagsþjónustu og hins vegar hjá frístundaþjónustu lögð fram til kynningar.
Erfiðlega hefur gengið að ráða inn starfsfólk í sumarafleysingar í þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara undanfarin fjögur ár og nú er farið að reyna mikið á starfsmenn sem hafa upplifað skerðingar á sumarleyfum og óvissu um hvenær hægt sé að skipuleggja sumarleyfi fimmta árið í röð. Skortur er á sumarafleysingum í sólarhringsbúsetu á Sauðárkróki og Hvammstanga og í stuðnings- og stoðþjónustu við fatlað fólk og eldra fólk. Þær tillögur sem forstöðumenn hafa lagt fram til að leysa stöðuna fela annaðhvort í sér að skerða þjónustu eða fresta vandanum.
Í frístundaþjónustu vantar enn töluvert af sumarafleysingum og ekki útilokað að skerða þurfi þjónustu ef ekki rætist úr stöðunni. Staðan er hvað verst í Sumar-TÍM, Sundlaug Sauðárkróks, íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð og íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Enginn sótti um auglýstar stöður í Vinnuskóla en verður það leyst með því að tengja Vinnuskólann við starfsemi á íþróttavellinum á Sauðárkróki þar sem fleiri verða ráðnir til starfa.
Félagsmála- og tómstundanefnd tekur samhljóða undir áhyggjur félagsmálastjóra og frístundastjóra og lýsir yfir áhyggjum yfir stöðu mála. Miðað við óbreytt ástand er útséð að til skerðingar á þjónustu komi. Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf er fram í byrjun maí og mun nefndin funda strax í kjölfarið og meta stöðuna.

10.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 14 fundargerðir fagráðs málefna fatlaðs fólks þ.e. frá 6. til og með 19. fundargerð.

Fundi slitið - kl. 16:30.