Fara í efni

Dælustöðvar

Málsnúmer 2404067

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Vísað til byggðarráðs frá 1. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, þannig bókað:
Vegna aukinnar notkunar á heitu vatni í utanverði Blönduhlíð og Hegranesi er orðin þörf á nýrri dælustöð við Ketu í Hegranesi.
Skagafjarðarveitur leggja til að framkvæmdir fari fram á þessu ári en framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða framkvæmd með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar.