Lagt fram bréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála til sveitarfélaga dags. 9.apríl sl. Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum fyrir fullorðið fatlað fólk. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sinnir eftirliti með gæðum þjónustu sem veitt er á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um Gæða- eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 (lög um GEV). Stofnunin hefur að eigin frumkvæði eftirlit með gæðum þjónustu, sbr. 14. gr. laga um GEV. Fram kemur að á undanförnum árum hefur GEV og forveri stofnunarinnar, Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, framkvæmt athuganir á einstaka húsnæðisúrræðum fatlaðs fólks. Niðurstöður þeirra gefa tilefni til að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðakjörnum og herbergjasambýlum. Af þeirri ástæðu hefur GEV nú stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum, á grundvelli 14. gr. laga um GEV.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um GEV óskar stofnunin eftir því að sveitarfélagið fylli út og skili til GEV upplýsingum um alla búsetuþjónustu sveitarfélagsins sem ætluð er fötluðu fólki (íbúðakjarnar, sambýli, skammtímavistanir, heimili fyrir fötluð börn), svari gátlista fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sveitarfélagsins sem ætluð eru fötluðu fólki sem náð hefur 18 ára aldri, á það einnig við um heimili sem rekin eru af einkaaðilum á grundvelli þjónustusamnings við sveitarfélagið. Sem og skili úrbótaáætlun fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sem er í þörf fyrir úrbætur samkvæmt niðurstöðu gátlista. Fyrri skil gagna eru 30. apríl nk. og seinni skil þann 1. október nk. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar vinnu GEV samhljóða og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um GEV óskar stofnunin eftir því að sveitarfélagið fylli út og skili til GEV upplýsingum um alla búsetuþjónustu sveitarfélagsins sem ætluð er fötluðu fólki (íbúðakjarnar, sambýli, skammtímavistanir, heimili fyrir fötluð börn), svari gátlista fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sveitarfélagsins sem ætluð eru fötluðu fólki sem náð hefur 18 ára aldri, á það einnig við um heimili sem rekin eru af einkaaðilum á grundvelli þjónustusamnings við sveitarfélagið. Sem og skili úrbótaáætlun fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sem er í þörf fyrir úrbætur samkvæmt niðurstöðu gátlista. Fyrri skil gagna eru 30. apríl nk. og seinni skil þann 1. október nk. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar vinnu GEV samhljóða og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.