Samráð; Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála
Málsnúmer 2404179
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 94. fundur - 23.04.2024
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, "Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála". Umsagnarfrestur er til og með 10.05. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar - 96. fundur - 07.05.2024
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, "Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála". Umsagnarfrestur er til og með 10.05. 2024.
Meirihluti byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, samþykkja eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að stofnað hafi verið verkefnisteymi til að yfirfara núverandi ferla í leyfisveitingum á sviði umhverfis- og orkumála á Íslandi. Skagafjörður er eitt af þeim svæðum þar sem framboð af orku er takmarkað og skýrist það bæði af andstöðu og hægagangi Rammaáætlunar við þá virkjanakosti sem hér eru í boði ásamt því að megin flutningskerfi raforku til fjarðarins úr bæði austri og vestri er takmarkandi vegna aldurs og burðargetu núverandi lína. Þeir virkjanakostir sem hér hafa verð ræddir, hafa lengi verið í vinnslu hjá Rammaáætlun án þess að þeirri vinnslu hafi nokkurn tímann lokið endanlega samkvæmt gildandi lögum, en niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarkostina í Héraðsvötnum. Faghópi 3 var ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 var ætlað greina hagkvæmni virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Það verða að teljast afleitir ferlar sem settir eru í gang samanber Rammaáætlun ef þeir síðan klárast ekki með heildstæðri niðurstöðu samkvæmt þeim reglum sem lagt er upp með. Eins þurfa matsferlar eins og Rammaáætlun að hafa skilgreind tímamörk svo þeir geti ekki verið í vinnslu árum saman án heildstæðrar niðurstöðu.
Eins má benda á að nú eru hátt í 20 ár síðan vinna við lagningu nýrrar byggðalínu frá Blöndu til Akureyrar hófst. Á þessum tíma hefur margt breyst og umræðan farið í ótal hringi og því miður sér ekki enn þá fyrir endann á þeirri vinnu eða lagningu línunnar. Ástæður fyrir þessum töfum eru fleiri en ein og snúa bæði að mismunandi skoðunum á legu línunnar en ekki síður þeirri staðreynd að hönnunar- og kynningaferlar eru langir og fara þá gjarnan á milli kjörtímabila með tilheyrandi seinkunum og hækkuðu flækjustigi og kostnaði. Það er skoðun okkar að mikilvægir innviðir eins og megin flutningskerfi raforku, þjóðvegakerfið og jafnvel hafnir ættu að ákvarðast af stjórnvöldum með Landsskipulagi þar sem horft væri á hagsmuni þjóðarinnar í heild.
Meirihluti byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, samþykkja eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að stofnað hafi verið verkefnisteymi til að yfirfara núverandi ferla í leyfisveitingum á sviði umhverfis- og orkumála á Íslandi. Skagafjörður er eitt af þeim svæðum þar sem framboð af orku er takmarkað og skýrist það bæði af andstöðu og hægagangi Rammaáætlunar við þá virkjanakosti sem hér eru í boði ásamt því að megin flutningskerfi raforku til fjarðarins úr bæði austri og vestri er takmarkandi vegna aldurs og burðargetu núverandi lína. Þeir virkjanakostir sem hér hafa verð ræddir, hafa lengi verið í vinnslu hjá Rammaáætlun án þess að þeirri vinnslu hafi nokkurn tímann lokið endanlega samkvæmt gildandi lögum, en niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarkostina í Héraðsvötnum. Faghópi 3 var ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 var ætlað greina hagkvæmni virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Það verða að teljast afleitir ferlar sem settir eru í gang samanber Rammaáætlun ef þeir síðan klárast ekki með heildstæðri niðurstöðu samkvæmt þeim reglum sem lagt er upp með. Eins þurfa matsferlar eins og Rammaáætlun að hafa skilgreind tímamörk svo þeir geti ekki verið í vinnslu árum saman án heildstæðrar niðurstöðu.
Eins má benda á að nú eru hátt í 20 ár síðan vinna við lagningu nýrrar byggðalínu frá Blöndu til Akureyrar hófst. Á þessum tíma hefur margt breyst og umræðan farið í ótal hringi og því miður sér ekki enn þá fyrir endann á þeirri vinnu eða lagningu línunnar. Ástæður fyrir þessum töfum eru fleiri en ein og snúa bæði að mismunandi skoðunum á legu línunnar en ekki síður þeirri staðreynd að hönnunar- og kynningaferlar eru langir og fara þá gjarnan á milli kjörtímabila með tilheyrandi seinkunum og hækkuðu flækjustigi og kostnaði. Það er skoðun okkar að mikilvægir innviðir eins og megin flutningskerfi raforku, þjóðvegakerfið og jafnvel hafnir ættu að ákvarðast af stjórnvöldum með Landsskipulagi þar sem horft væri á hagsmuni þjóðarinnar í heild.