Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

94. fundur 23. apríl 2024 kl. 08:00 - 10:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Vatnstjón á tjaldsvæðinu í Varmahlíð

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Málið áður tekið fyrir á 91. og 93. fundi byggðarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að vinna málið áfram og taka fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

2.Útboð akstursþjónustu

Málsnúmer 2311026Vakta málsnúmer

Málið áður tekið fyrir á 92. og 93. fundi byggðarráðs.
Til fundarins komu Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2024

Málsnúmer 2404154Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 15. apríl 2024, vegna aðalfundar félagsins þann 7. maí 2024 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela Kristínu Einarsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

4.Yfirferð yfir tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar

Málsnúmer 2403229Vakta málsnúmer

Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fá fulltrúa frá fræðslunefnd og sviðsstjóra fjölskyldusviðs inn á næsta fund ráðsins til að fjalla um tillögur sem að nefndinni snúa.

5.Samráð; Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála

Málsnúmer 2404179Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 94/2024, "Skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála". Umsagnarfrestur er til og með 10.05. 2024.

6.Aðalfundur Landssambands landeigenda á Íslandi

Málsnúmer 2404137Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2024 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi þar sem vakin var athygli á aðalfundi Landssamband landeigenda sem haldinn var 18. apríl 2024 og málþingi honum tengdu.

7.Ábendingar 2024

Málsnúmer 2401002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuði og viðbrögð við þeim.

Fundi slitið - kl. 10:06.