Fara í efni

Skarðseyri - Stofnlögn vatnsveitu - Beiðni um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2404195

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Atli Gunnar Arnórsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild til að leggja nýjan vatnsveitustofn á Sauðárkróki, frá núverandi tengistað til móts við Eyrarveg 18 og til norðurs að Skarðseyri, þar sem nýr brunahani verður settur upp og lögnin tengd við núverandi dreifikerfi í götunni. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 í verki nr. 3101-0201, dags. 21. feb. 2024.

Tilgangur framkvæmdarinnar er tvíþættur. Annars vegar að tryggja nægt slökkvivatn við götuna Skarðseyri, þar sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi er staðsett. Hins vegar að bregðast við aukinni vatnsþörf á svæðinu.

Í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 9.8, er fjallað um að veitukerfi í sveitarfélaginu skuli anna þörf íbúa og atvinnulífs, og er framkvæmd þessi liður í því að uppfylla þarfir atvinnulífs við Skarðseyri á Sauðákróki. Engin verndarsvæði skv. aðalskipulagi eru á lagnaleiðinni. Lögnin liggur að mestu utan útskiptra lóða, fyrir utan nyrsta hluta lagnarinnar sem liggur innan Skarðseyrar 2, en þar liggur hún meðfram öðrum stofnlögnum, svo sem rafveitu og fráveitu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 49. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitastjórnar þannig bókað:

Atli Gunnar Arnórsson fyrir hönd Skagafjarðarveitna, hitaveitu, óska eftir heimild til að leggja nýjan vatnsveitustofn á Sauðárkróki, frá núverandi tengistað til móts við Eyrarveg 18 og til norðurs að Skarðseyri, þar sem nýr brunahani verður settur upp og lögnin tengd við núverandi dreifikerfi í götunni. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, nr. S-101 í verki nr. 3101-0201, dags. 21. feb. 2024. Tilgangur framkvæmdarinnar er tvíþættur. Annars vegar að tryggja nægt slökkvivatn við götuna Skarðseyri, þar sem umfangsmikil iðnaðarstarfsemi er staðsett. Hins vegar að bregðast við aukinni vatnsþörf á svæðinu. Í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, kafla 9.8, er fjallað um að veitukerfi í sveitarfélaginu skuli anna þörf íbúa og atvinnulífs, og er framkvæmd þessi liður í því að uppfylla þarfir atvinnulífs við Skarðseyri á Sauðákróki. Engin verndarsvæði skv. aðalskipulagi eru á lagnaleiðinni. Lögnin liggur að mestu utan útskiptra lóða, fyrir utan nyrsta hluta lagnarinnar sem liggur innan Skarðseyrar 2, en þar liggur hún meðfram öðrum stofnlögnum, svo sem rafveitu og fráveitu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.