Fara í efni

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2404235

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 95. fundur - 30.04.2024

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir:
Afskrift á hlutafé í UB Koltrefjum ehf 1,2 m.kr.
Aukinn hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við aðgengismál í Staðarbjargarvík 5,0 m.kr.
Breytingar á efnahag eru eftirfarandi:
Hlutafé í félaginu UB koltrefjar ehf. er hækkað um 1,2 m.kr. Félaginu verður slitið og hlutafjáreign sveitarfélagsins afskrifuð að fullu úr efnahagsreikningi þess, samtals 9,2 m.kr. Í árslok 2023 var búið að gera niðurfærslu á því um 8,0 m.kr.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 6,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum, óskar bókað:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.
Fulltrúar meirihluta, Einar Einarsson og Gísli Sigurðsson, óska bókað:
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Afskrift á hlutafé í UB Koltrefjum ehf 1,2 m.kr. Aukinn hönnunarkostnaður vegna framkvæmda við aðgengismál í Staðarbjargarvík 5,0 m.kr. Breytingar á efnahag eru eftirfarandi: Hlutafé í félaginu UB koltrefjar ehf. er hækkað um 1,2 m.kr. Félaginu verður slitið og hlutafjáreign sveitarfélagsins afskrifuð að fullu úr efnahagsreikningi þess, samtals 9,2 m.kr. Í árslok 2023 var búið að gera niðurfærslu á því um 8,0 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 6,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum. Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sigurlaug Vordís Eystiensdóttir og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar VG og óháðra, íteka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
Enn greiðir sveitarfélagið upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og þar sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kaus að greiða skuldina í stað þess að setja félagið í þrot, þarf sveitarfélagið að taka til þess viðauka með tilheyrandi kostnaði. Ekki er langt liðið frá tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma. Minnum við í VG og óháðum á að sveitarfélagið ætti að setja bæði krafta sína og fjármagn í lögbundin verkefni en ekki gæluverkefni og áhættufjárfestingar fyrir skattfé íbúanna.

Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi.
Eins og komið hefur fram áður þá var þetta verkefni sem sveitarfélagið fór í af heilum hug með það að augnamiði að efla atvinnulíf í Skagafirði, þar með taldir fulltrúar VG. Því til stuðnings má t.d. nefna að meirihlutamaður VG í Byggðarráði studdi hlutafjáraukningu í félaginu og það starf sem félagið stóð fyrir í tengslum við stofnun og reksturs á koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Því miður heppnaðist verkefnið ekki, en það er ekki valkostur fyrir sveitarfélagið að slíta félaginu með gjaldþroti og láta aðra sitja uppi með skuldirnar.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson tók til máls.

Framlagður viðauki nr 2 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.