Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2404242
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024
Vísað frá 99. fundi byggðarráðs frá 29. maí 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Lækkun gjaldskrár vegna rekstrar á söfnunarstöðvum, lækkun gjaldskráa grunn-, leik-, tónlistarskóla og frístundar í tengslum við væntanlega kjarasamninga, hækkun á viðhaldskostnaði gervigrasvallar á Sauðárkróki vegna vatnstjóns og hækkun skatttekna. Samtals tekjuauki upp á 15.239 þ.kr. Breytingar á efnahag eru eftirfarandi: Aukin fjárveiting vegna borholu við Sauðárkrók og aukin fjárveiting vegna nýrrar dælustöðvar hitaveitu í Hegranesi. Samtals útgjaldaaukning upp á 53 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 37.761 þ.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Lækkun gjaldskrár vegna rekstrar á söfnunarstöðvum, lækkun gjaldskráa grunn-, leik-, tónlistarskóla og frístundar í tengslum við væntanlega kjarasamninga, hækkun á viðhaldskostnaði gervigrasvallar á Sauðárkróki vegna vatnstjóns og hækkun skatttekna. Samtals tekjuauki upp á 15.239 þ.kr. Breytingar á efnahag eru eftirfarandi: Aukin fjárveiting vegna borholu við Sauðárkrók og aukin fjárveiting vegna nýrrar dælustöðvar hitaveitu í Hegranesi. Samtals útgjaldaaukning upp á 53 m.kr. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 37.761 þ.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.