Fara í efni

Ytra-Skörðugil - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2405234

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 98. fundur - 22.05.2024

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 10. maí 2024 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, úr máli 2024-036175. Páll Ísak Lárusson, kt. 230999-3179, Ytra-Skörðugili 1, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í húsinu Fjallagili, Ytra-Skörðugili, fnr. 2512451, rýmisnúmer 01 0101, 561 Varmahlíð. Hámarksfjöldi gesta eru fimm. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 39. fundur - 24.05.2024

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2024-036175. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Páls Ísaks Lárussonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í einbýlishúsi sem stendur á lóðinni Ytra-Skörðugili 1, L231024, F2512451. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.