Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

39. fundur 24. maí 2024 kl. 09:45 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brúnastaðir 3 L220621 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2402091Vakta málsnúmer

Jón Magnús Halldórsson byggingarfræðingur sækir f.h. Friðriks Smára Stefánssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á jörðinni Brúnastöðum 3, L220621. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá K.J. ARK slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 10-01, 10-02 og 10-03, dagsettir 02.02.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Nestún 18 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2403131Vakta málsnúmer

Sigurður Óli Ólafsson tæknifræðingur sækir f.h. Önnu Maríu Ómarsdóttur um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-106, dagsettir 12.03.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Ártún L146488 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2404189Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Inga Ólafsdóttir sækir um leyfi til að breyta notkun og skráningu einbýlishúss, Ártúns L146488, fasteignanr. 2142960 í frístundahús. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsnefndar. Erindið samþykkt.

4.Deplar L146791 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .

Málsnúmer 2405469Vakta málsnúmer

Svavar Sigurjónsson tæknifræðingur sækir f.h. Fljótabakka ehf. um leyfi til að byggja skýli með tveimur eldsneytistönkum á jörðinni Deplum L146791, ásamt áfyllingarplani til eigin nota fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Verkhofi ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 13-48, númer 101, dagsettur 10.04.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Lóð 16 á Nöfum L218111- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405501Vakta málsnúmer

Bjarki E. Tryggvason sækir f.h. Sauðárkrókskirkju um leyfi til fjarlægja og endurnýja girðingar sem afmarka austur, norður og vestur hluta kirkjugarðs. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 64024100, númer A-01 og B-101, dagsettir 15. maí 2024. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingaheimild veitt.

6.Grundarstígur 9 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2405574Vakta málsnúmer

Bjartmar Snær Jónsson leggur fram gögn varðandi tilkynnta framkvæmd vegna Grundarstígs 9. Greinargerð dagsett 14.09.2023 gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni gerir grein fyrir framkvæmdinni sem varðar einangrun og klæðningu húss utan. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.

7.Ytra-Skörðugil - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2405234Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2024-036175. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Páls Ísaks Lárussonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í einbýlishúsi sem stendur á lóðinni Ytra-Skörðugili 1, L231024, F2512451. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:45.