Fara í efni

Framtíðaruppbygging á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar

Málsnúmer 2405555

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 98. fundur - 22.05.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar, til að kynna hugmyndir klúbbsins um eflingu og endurbætur á aðstöðu hans.

Byggðarráð Skagafjarðar - 116. fundur - 08.10.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar. Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar hafa óskað eftir fundi með byggðarráði til að ræða framtíðaruppbyggingu á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS). Á 98. fundi byggðarráðs þann 22. maí sl. voru kynntar hugmyndir um byggingu nýs golfskála sem mikilvægan lið í að efla félagsstarf GSS og ferðamennsku í Skagafirði. Á fundinum komu fram óskir um nánari upplýsingar varðandi kostnað og fjármögnun. Fulltrúar GSS eru nú tilbúin með útfærslu sem þeir kynntu fyrir byggðarráði. Byggðarráð þakkar fulltrúum GSS fyrir komuna.