Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Framtíðaruppbygging á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar
Málsnúmer 2405555Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar. Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar hafa óskað eftir fundi með byggðarráði til að ræða framtíðaruppbyggingu á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS). Á 98. fundi byggðarráðs þann 22. maí sl. voru kynntar hugmyndir um byggingu nýs golfskála sem mikilvægan lið í að efla félagsstarf GSS og ferðamennsku í Skagafirði. Á fundinum komu fram óskir um nánari upplýsingar varðandi kostnað og fjármögnun. Fulltrúar GSS eru nú tilbúin með útfærslu sem þeir kynntu fyrir byggðarráði. Byggðarráð þakkar fulltrúum GSS fyrir komuna.
2.Breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 2410068Vakta málsnúmer
Í upphafi árs sendi þáverandi innviðaráðherra öllum sveitarfélögum landsins bréf þar sem tilkynnt var um að hann myndi ekki beita sér fyrir að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga yrði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi, heldur yrði beðið með slíka heildarendurskoðun þar til óvissu vegna máls Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs yrði eytt. Hins vegar yrðu gaumgæfð tilefni til breytinga á núverandi regluverki sem myndu miða að því að styrkja skilvirka og markvissa framkvæmd úthlutunar í samræmi við lögbundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Þegar horft er til síðustu ára er ljóst að umsvif á sveitarstjórnarstiginu hafa aukist. Afkoma sveitarfélaganna hefur samt sem áður verið neikvæð um árabil og ljóst er að rekstur þeirra er ekki sjálfbær, heilt á litið.
Sveitarfélögunum er þrengri stakkur sniðinn í öflun tekna en ríkinu, en helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignaskattar. Fasteignaskattar standa undir þónokkrum hluta tekna sveitarfélaganna, en skatthlutfallið er breytilegt á milli sveitarfélaganna hvað fasteignaskatta varðar.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað. Þannig verða sveitarfélögin af hluta þeirra tekna sem ætlað er að jafna stöðu þeirra við það að lækka fasteignaskatta.
Nær öll sveitarfélög landsins fá fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði. Einu undantekningarnar eru fáein sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra fámennra hreppa. Í þeirra tilviki hafa lægri fasteignaskattar engin áhrif á aðra tekjustofna.
Ljóst er að bregðast þarf við vandanum og leita sanngjarnra lausna.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
Þegar horft er til síðustu ára er ljóst að umsvif á sveitarstjórnarstiginu hafa aukist. Afkoma sveitarfélaganna hefur samt sem áður verið neikvæð um árabil og ljóst er að rekstur þeirra er ekki sjálfbær, heilt á litið.
Sveitarfélögunum er þrengri stakkur sniðinn í öflun tekna en ríkinu, en helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar og fasteignaskattar. Fasteignaskattar standa undir þónokkrum hluta tekna sveitarfélaganna, en skatthlutfallið er breytilegt á milli sveitarfélaganna hvað fasteignaskatta varðar.
Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað. Þannig verða sveitarfélögin af hluta þeirra tekna sem ætlað er að jafna stöðu þeirra við það að lækka fasteignaskatta.
Nær öll sveitarfélög landsins fá fasteignaframlag úr Jöfnunarsjóði. Einu undantekningarnar eru fáein sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra fámennra hreppa. Í þeirra tilviki hafa lægri fasteignaskattar engin áhrif á aðra tekjustofna.
Ljóst er að bregðast þarf við vandanum og leita sanngjarnra lausna.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á innviðaráðherra að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).
3.Skipulag kennslu tónlistarskóli
Málsnúmer 2408098Vakta málsnúmer
Málið vísað frá 31. fundar fræðslunefndar þann 24. september sl., þannig bókað:
"Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa skólastjóra tónlistarskólans, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mannauðsstjóra, fulltrúa foreldra nemenda í tónlistarskólanum og fulltrúa tónlistarkennara í starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla hópinn saman og æskilegt væri að hópurinn hefði lokið störfum fyrir lok febrúar 2025. Hópurinn skili afrakstri sínum annars vegar til fræðslunefndar og hins vegar til byggðarráðs.
"Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa skólastjóra tónlistarskólans, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mannauðsstjóra, fulltrúa foreldra nemenda í tónlistarskólanum og fulltrúa tónlistarkennara í starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla hópinn saman og æskilegt væri að hópurinn hefði lokið störfum fyrir lok febrúar 2025. Hópurinn skili afrakstri sínum annars vegar til fræðslunefndar og hins vegar til byggðarráðs.
4.Afskriftabeiðnir 2024
Málsnúmer 2410028Vakta málsnúmer
Lögð fram afskriftarbeiðni fyrir 35 einstaklinga, dagsett 30. september 2024, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, vegna fyrndra þing- og sveitarsjóðsgjalda. Heildarfjárhæð gjalda er 7.927.178 kr. með dráttarvöxtum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að afskrifa kröfurnar.
5.Útsvarshlutfall í Skagafirði 2025
Málsnúmer 2410048Vakta málsnúmer
Á árinu 2024 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2025.
6.Leiga og sala hólfa við Hofsós
Málsnúmer 2409226Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 12. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 3. október sl., þannig bókað:
"Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.
Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.
Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.
"Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.
Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.
Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.
7.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla r. 85 2008
Málsnúmer 2410025Vakta málsnúmer
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 197/2024, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008". Umsagnarfrestur er til og með 15.10.2024.
Fundi slitið - kl. 12:37.