Fara í efni

Reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað

Málsnúmer 2405578

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 111. fundur - 04.09.2024

Lagðar voru fram reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað. Tilgangurinn með reglunum er að upplýsa notendur um hvernig skuli umgangast tölvubúnað og upplýsingatækni á vegum sveitarfélagsins til að hámarka upplýsingaöryggi og lágmarka líkur á að viðkvæmar upplýsingar komist í hendur óviðkomandi aðila. Reglurnar eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða drögin með áorðnum breytingum og vístar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 111. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar voru fram reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað. Tilgangurinn með reglunum er að upplýsa notendur um hvernig skuli umgangast tölvubúnað og upplýsingatækni á vegum sveitarfélagsins til að hámarka upplýsingaöryggi og lágmarka líkur á að viðkvæmar upplýsingar komist í hendur óviðkomandi aðila. Reglurnar eru hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða drögin með áorðnum breytingum og vístar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“

Framlagðuar reglur um notendaauðkenni, tölvupóst og önnur rafræn gögn, netnotkun og tölvubúnað bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.