Málefni Flugklasans Air 66N
Málsnúmer 2405632
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 99. fundur - 29.05.2024
Undir þessum dagskrárlið kom Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri frá Flugklasanum Air 66N til fundarins til að ræða stöðu og framtíð flugklasans.
Byggðarráð Skagafjarðar - 102. fundur - 19.06.2024
Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N, dagsett 13. júní, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til mismunandi sviðsmynda um aðkomu sveitarfélagsins að áframhaldandi stuðningi við verkefnið.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt fjárhagslega við verkefni Markaðsstofu Norðurlands í áraraðir og verkefni flugklasans frá upphafi, frá og með árinu 2011 eða í 14 ár. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur áður ákveðið að hætta stuðningi við flugklasann í lok þessa árs enda búið að styðja þetta verkefni, sem var lagt upp með að yrði tímabundið, í langan tíma. Verkefnið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga. Á fundi með verkefnastjóra Flugklasans með byggðarráði Skagafjarðar í upphafi þessa mánaðar var þetta rætt. Komu þar meðal annars skýrt fram þau sjónarmið að eðlilegra væri að Isavia kæmi með miklu öflugri hætti að markaðssetningu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla eins og þeir gera gagnvart Keflavíkurflugvelli og að samhliða yrði reynt að fá meira fjármagn frá fyrirtækjum þar sem hagsmunir þeirra eru ríkulegir. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að styðja sviðmynd 5 og leggja því lið eftir fremsta megni að fara fram á fjármagn frá ríkinu/Isavia til að fjármagna þessa markaðssetningu.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt fjárhagslega við verkefni Markaðsstofu Norðurlands í áraraðir og verkefni flugklasans frá upphafi, frá og með árinu 2011 eða í 14 ár. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur áður ákveðið að hætta stuðningi við flugklasann í lok þessa árs enda búið að styðja þetta verkefni, sem var lagt upp með að yrði tímabundið, í langan tíma. Verkefnið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga. Á fundi með verkefnastjóra Flugklasans með byggðarráði Skagafjarðar í upphafi þessa mánaðar var þetta rætt. Komu þar meðal annars skýrt fram þau sjónarmið að eðlilegra væri að Isavia kæmi með miklu öflugri hætti að markaðssetningu Akureyrar- og Egilsstaðaflugvalla eins og þeir gera gagnvart Keflavíkurflugvelli og að samhliða yrði reynt að fá meira fjármagn frá fyrirtækjum þar sem hagsmunir þeirra eru ríkulegir. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að styðja sviðmynd 5 og leggja því lið eftir fremsta megni að fara fram á fjármagn frá ríkinu/Isavia til að fjármagna þessa markaðssetningu.